Kirkjur Íslands

Það var árið 1996 að Þjóðminjasafn Íslands og Húsafriðunarnefnd ákváðu að ganga til samstarfs um menningarsögulega úttekt á öllum friðuðum kirkjum landsins – þá 207 að tölu – gripum þeirra og minningarmörkum, þar sem horft væri á efnið frá sjónarhóli byggingarlistar, stílfræði og þjóðminjavörslu, og gefa út í tilefni af 1000 ára afmæli kristnitöku á Íslandi. Hugmyndin var borin undir biskup Íslands, sem studdi hana heils hugar, og gerðist Biskupsstofa fyrir hönd þjóðkirkjunnar aðili að útgáfunni strax í upphafi. Meðútgefandi og dreifingaraðili er Hið íslenska bókmenntafélag.

Í heild sinni er verkinu ætlað að verða yfirgripsmikið fræðslu- og kynningarrit, sem höfðar til almennings og hvílir á traustum rannsóknum. Þá er og til þess ætlast að verkið standist fræðilegar kröfur um nákvæmni og vinnubrögð og nýtist á þann hátt fræðimönnum.

Í ritinu eru tvö meginumfjöllunarefni: Annars vegar hið varðveitta mannvirki, byggingarlist þess og saga, hins vegar kirkjugripir og minningarmörk, list þeirra og saga. Um þetta tvennt er fjallað á ítarlegan hátt, en öðru efni, sem ekki telst til kjarna umræðunnar, aðeins gerð lausleg skil. Fjallað er um þær kirkjur einar, sem friðaðar eru samkvæmt lögum um húsafriðun, en það eru allar kirkjur, sem reistar eru fyrir 1918, og kirkjur þær sem menntamálaráðherra hefur friðað að fenginni tillögu Húsafriðunarnefndar. Þær síðartöldu eru Neskirkja og Laugarneskirkja í Reykjavík, Kristskirkja í Landakoti og Akureyrarkirkja.

Þess skal getið að þannig er frá útgáfunni gengið – meðal annars með því að hvert prófastsdæmi hlýtur sinn einkennislit – að auðvelt verður síðar meir að auka við hana bindum um yngri kirkjur, sé fyrir því vilji.

Bókarkaflar eru jafnmargir kirkjunum og er hver þeirra í sex greinum. Fremst er ágrip af sögu kirkjustaðar. Því næst er kirkjunni gerð skil í þremur greinum, byggingarsögu, lýsingu og byggingarlist. Fimmta grein fjallar um gripi og áhöld, sögu þeirra, minja- og listgildi og hlutdeild í guðsþjónustunni. Lokagreinin er helguð kirkjugarði og minningarmörkum.

Við samningu er haft að leiðarljósi, að fyrr á tíð hafi kirkjan ekki einasta verið musteri trúar, heldur oftar en ekki sýnileg táknmynd þess besta sem samtíðin megnaði í húsagerðarlist, og griðastaður fyrir jafnt minningarmörk sem listmuni og aðra fegurð, - einskonar listasafn í íslensku samfélagi fyrri tíðar.

Eitt af markmiðum verksins er að vekja athygli á þeim menningarverðmætum sem fólgin eru í kirkjum, messuföngum, kirkjulist og legsteinum, slá skjaldborg um það sem eftir stendur og stuðla að áframhaldandi varðveislu þess.

Þeir aðilar, sem að útgáfunni standa, hafa gert með sér sérstakan samstarfssamning. Samkvæmt honum er verkaskipting aðila með þeim hætti að Þjóðminjasafn Íslands lætur taka saman lýsingar á gripum, áhöldum og minningarmörkum ásamt lýsingum á þeim kirkjum sem eru í húsasafni Þjóðminjasafns, - og leggur auk þess til ljósmyndatöku og myndaritstjórn. Húsafriðunarnefnd lætur semja lýsingar á öllum friðuðum kirkjum, öðrum en þeim sem eru í húsasafni Þjóðminjasafns, sér um mælingar og teikningar af kirkjum, lýsingar á kirkjugörðum, samantekt á sögu kirkjustaða og öllum nauðsynlegum skrám og orðskýringum. Biskupsstofa leggur verkinu til skrif um einstakar kirkjur eða kirkjustaði. Þá er þess að geta að útgáfuaðilar hafa notið samstarfs og stuðnings landsbyggðarsafna og prófastsdæma, einnig Fornleifaverndar ríkisins tímabundið, að ógleymdu Þjóðskjalasafni Íslands sem lagt hefur verkinu lið frá upphafi.  

Ritnefnd skipa nú þau Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður, Kristín Huld Sigurðardóttir forstöðumaður Minjastofnunar Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir biskup og Þorsteinn Gunnarsson arkitekt. Ritstjórn er í höndum þeirra Þorsteins og Jóns Torfasonar skjalavarðar á Þjóðskjalasafni.

Ástæða er til að nefna, að með hverju prófastsdæminu, sem við bætist, koma æ betur í ljós ýmis staðbundin einkenni sem lúta ýmist að kirkjusmíði, gripaeign eða minningarmörkum. Og óhætt er að fullyrða, að þá lokið verður, muni verkið geyma safn heimilda, sem vafalítið mun nýtast við frekari rannsóknir á þessu þáttum íslenskrar menningar- og listasögu.

Bækurnar eru ríkulega myndskreyttar. Inga Lára Baldvinsdóttir, fagstjóri hjá Þjóðminjasafni, hefur aflað gamalla mynda, en allar nýjar ljósmyndir hefur Ívar Brynjólfsson, ljósmyndari Þjóðminjasafns, tekið af mikilli vandvirkni og listfengi. Þá eru auk ljósmynda birtir nákvæmir uppdrættir af kirkjunum sextán sem Húsafriðunarnefnd hefur látið gera.

Þótt kirkjurnar, sem um er fjallað í ritröðinni, beri í dag blæ liðins tíma, var á mörgum þeirra í öndverðu sannkallað nýjabrum. Fæstar voru þær smíðaðar eftir teikningum lærðra húsameistara, en engu að síður gerðar af hagleik og hugviti, jafnvel listrænum frumleik á stundum, og vitnuðu um einlæga framfaraþrá kynslóðar sem vildi reisa íslenska þjóð úr aldalangri fátækt og afturför. Hér koma við sögu ótal hagleiksmenn fyrri tíðar, forsmiðir sem gerðu uppdrætti, trésmiðir sem sáu um grindarsmíði og klæðningar, steinsmiðir sem hlóðu grunna og meitluðu minningarmörk, járnsmiðir sem smíðuðu krossa og vindhana, málarar og veggfóðrarar, snikkarar og rennismiðir, gullsmiðir og görtlarar, að ógleymdum öllum þeim hannyrða-steinkum sem prýddu kirkjurnar altarisdúkum, brúnum og patínudúkum og prestana höklum og stólum. Um leið og Kirkjur Íslands stuðla að varðveislu menningarverðmæta er verkið öðrum þræði helgað öllu þessu góða fólki og miðar að því að það hverfi ekki í glatkistuna. Sannfæri bækurnar lesendur um, að ekki hafi verið erfiðað til einskis, má segja að tilganginum sé náð.

Sjá bæklinginn: Kirkjur Íslands. Gersemar íslenskrar þjóðmenningar.

 

Friðaðar kirkjur í Árnesprófastsdæmi:

 

1. bindi:     KI 1. bindi

                  HREPPHÓLAKIRKJA

                  HRUNAKIRKJA

                  TUNGUFELLSKIRKJA

 Höfundar:

- Guðmundur L. Hafsteinsson

- Guðrún Harðardóttir

- Þór Magnússon

- Þóra Kristjánsdóttir

Ljósmyndir:

- Ívar Brynjólfsson

Reykjavík 2001

 

 

2. bindi:KI 2.bindi

                  HRAUNGERÐISKIRKJA

                  ÓLAFSVALLAKIRKJA

                  STÓRA-NÚPSKIRKJA

                  VILLINGAHOLTSKIRKJA

 Höfundar:

- Guðmundur L. Hafsteinsson

- Þór Magnússon

- Þóra Kristjánsdóttir

Ljósmyndir:

- Ívar Brynjólfsson

Reykjavík 2002

 

 

3. bindi:ki 3.bindi

                  BRÆÐRATUNGUKIRKJA

                  BÚRFELLSKIRKJA

                  MIÐDALSKIRKJA

                  MOSFELLSKIRKJA

                  TORFASTAÐAKIRKJA

 Höfundar:

- Guðmundur L. Hafsteinsson

- Gunnar Bollason

- Páll Lýðsson

- Þór Magnússon

Ljósmyndir:

- Ívar Brynjólfsson

Reykjavík 2002

 

4. bindi:KI 4. bindi

                  EYRARBAKKAKIRKJA

                  GAULVERJABÆJARKIRKJA

                  KOTSTRANDARKIRKJA

                  STOKKSEYRARKIRKJA

                  STRANDARKIRKJA

                  ÚLFLJÓTSVATNSKIRKJA

                  ÞINGVALLAKIRKJA

 Höfundar:

- Garðar Halldórsson

- Guðmundur L. Hafsteinsson

- Gunnar Bollason

- Páll Lýðsson

- Samúel Örn Erlingsson

- Þór Magnússon

- Þóra Kristjánsdóttir

Ljósmyndir:

- Ívar Brynjólfsson

Reykjavík 2003

 

Friðaðar kirkjur í Skagafjarðarprófastsdæmi:

 

5. bindi:KI 5. bindi

                  GOÐDALAKIRKJA

                  HVAMMSKIRKJA

                  KETUKIRKJA

                  REYKJAKIRKJA

                  REYNISTAÐARKIRKJA

                  SAUÐÁRKRÓKSKIRKJA

                  SILFRASTAÐAKIRKJA

                  SJÁVARBORGARKIRKJA

                  VÍÐIMÝRARKIRKJA

 Höfundar:

- Guðrún Harðardóttir

- Gunnar Bollason

- Hörður Ágústsson

- Júlíana Gottskálksdóttir

- Kristmundur Bjarnason

- Sigríður Sigurðardóttir

- Unnar Ingvarsson

- Þorsteinn Gunnarsson

- Þór Hjaltalín

- Þórir Stephensen

Ljósmyndir:

- Ívar Brynjólfsson

Reykjavík 2005

 

6. bindi:KI 6. bindi

                  BARÐSKIRKJA

                  FELLSKIRKJA

                  GRAFARKIRKJA

                  HOFSKIRKJA

                  HOFSSTAÐAKIRKJA

                  HÓLADÓMKIRKJA

                  KNAPPSSTAÐAKIRKJA

                  VIÐVÍKURKIRKJA

 Höfundar:

- Guðrún Harðardóttir

- Gunnar Bollason

- Júlíana Gottskálksdóttir

- Kristín Huld Sigurðardóttir

- Kristján Eldjárn

- Sigríður Sigurðardóttir

- Unnar Ingvarsson

- Þorsteinn Gunnarsson

- Þór Hjaltalín

- Þórir Stephensen

Ljósmyndir:

- Ívar Brynjólfsson

Reykjavík 2005

 

Friðaðar kirkjur í Húnavatnsprófastsdæmi:

 

7. bindi:K7

                  ÁRNESKIRKJA

                  KALDRANANESKIRKJA

                  KOLLAFJARÐARNESKIRKJA

                  STAÐARKIRKJA Í STEINGRÍMSFIRÐI

                  BREIÐABÓLSTAÐARKIRKJA

                  KIRKJUHVAMMSKIRKJA

                  STAÐARBAKKAKIRKJA

                  STAÐARKIRKJA Í HRÚTAFIRÐI

                  VESTURHÓPSHÓLAKIRKJA

                  VÍÐIDALSTUNGUKIRKJA

 Höfundar:

- Guðmundur L. Hafsteinsson

- Gunnar Bollason

- Jón Jónsson

- Þorgeir Jónsson

- Þór Magnússon

Ljósmyndir:

- Guðmundur Ingólfsson

Reykjavík 2006

 

8. bindi:K8

                  AUÐKÚLUKIRKJA

                  BERGSSTAÐAKIRKJA

                  BLÖNDUÓSKIRKJA

                  BÓLSTAÐARHLÍÐARKIRKJA

                  HOFSKIRKJA

                  HOLTASTAÐAKIRKJA

                  SVÍNAVATNSKIRKJA

                  UNDIRFELLSKIRKJA

                  ÞINGEYRAKIRKJA

Höfundar:

- Guðmundur L. Hafsteinsson

- Guðrún Harðardóttir

- Guðrún Jónsdóttir

- Gunnar Bollason

- Hjörleifur Stefánsson

- Unnar Ingvarsson

- Þorsteinn Gunnarsson

- Þór Hjaltalín

- Þór Magnússon

Ljósmyndir:

- Guðmundur Ingólfsson

Reykjavík 2006

 

Friðaðar kirkjur í Eyjafjarðarprófastsdæmi:

 

9. bindi:K9

                  BAKKAKIRKJA

                  BÆGISÁRKIRKJA

                  GLÆSIBÆJARKIRKJA

                  KVÍABEKKJARKIRKJA

                  MIÐGARÐAKIRKJA

                  MÖÐRUVALLAKIRKJA Í HÖRGÁRDAL

                  ÓLAFSFJARÐARKIRKJA

                  TJARNARKIRKJA

                  URÐAKIRKJA

                  VALLAKIRKJA

Höfundar:

- Agnes Stefánsdóttir

- Guðmundur L. Hafsteinsson

- Guðrún M. Kristinsdóttir

- Gunnar Bollason

- Hjörleifur Stefánsson

- Íris Ólöf Sigurjónsdóttir

- Katrín Gunnarsdóttir

- Kristinn Magnússon

- Kristín Huld Sigurðardóttir

- Magnús Skúlason

- Sigríður Hafstað

- Þóra Kristjánsdóttir

Ljósmyndir:

- Ívar Brynjólfsson

Reykjavík 2007

 

10. bindi:K10

                  AKUREYRARKIRKJA

                  GRUNDARKIRKJA

                  HÓLAKIRKJA

                  LÖGMANNSHLÍÐARKIRKJA

                  MINJASAFNSKIRKJA

                  MUNKAÞVERÁRKIRKJA

                  MÖÐRUVALLAKIRKJA Í EYJAFIRÐI

                  SAURBÆJARKIRKJA    

Höfundar:

- Agnes Stefánsdóttir

- Finnur Birgisson

- Guðrún Harðardóttir

- Guðrún M. Kristinsdóttir

- Gunnar Bollason

- Haraldur Þór Egilsson

- Hjörleifur Stefánsson

- Kristinn Magnússon

- Pétur H. Ármannsson

- Stefán Örn Stefánsson

- Þóra Kristjánsdóttir

Ljósmyndir:

- Ívar Brynjólfsson

Reykjavík 2007

 

 Friðaðar kirkjur í Kjalarnessprófastsdæmi:

 

11. bindi:K11

                  HVALSNESKIRKJA

                  KÁLFATJARNARKIRKJA

                  KEFLAVÍKURKIRKJA

                  KIRKJUVOGSKIRKJA

                  KRÝSUVÍKURKIRKJA

                  LANDAKIRKJA

                  NJARÐVÍKURKIRKJA

                  ÚTSKÁLAKIRKJA    

Höfundar:

- Guðmundur L. Hafsteinsson

- Gunnar Bollason

- Gunnar Kristjánsson

- Jón Þ. Þór

- Júlíana Gottskálksdóttir

- Þorsteinn Gunnarsson

- Þór Magnússon

Ljósmyndir:

- Ívar Brynjólfsson

Reykjavík 2008

 

 

12. bindi:K12

                  BESSASTAÐAKIRKJA

                  BRAUTARHOLTSKIRKJA

                  FRÍKIRKJAN Í HAFNARFIRÐI

                  HAFNARFJARÐARKIRKJA

                  LÁGAFELLSKIRKJA

                  REYNIVALLAKIRKJA

                  SAURBÆJARKIRKJA

                  VINDÁSHLÍÐARKIRKJA

Höfundar:

- Guðmundur L. Hafsteinsson

- Gunnar Bollason

- Gunnar Kristjánsson

- Jón Þ. Þór

- Júlíana Gottskálksdóttir

- Þorsteinn Gunnarsson

Ljósmyndir:

- Ívar Brynjólfsson

Reykjavík 2008

 

Friðaðar kirkjur í Borgarfjarðarprófastsdæmi:

 

13. bindi:KI13

                  AKRANESKIRKJA

                  FITJAKIRKJA

                  GILSBAKKAKIRKJA

                  HVANNEYRARKIRKJA

                  INNRA-HÓLMSKIRKJA

                  LEIRÁRKIRKJA

                  REYKHOLTSKIRKJA

                  STÓRA-ÁSKIRKJA    

Höfundar:

- Björk Ingimundardóttir

- Geir Waage

- Guðmundur L. Hafsteinsson

- Guðrún Harðardóttir

- Guðrún Sveinbjarnardóttir

- Gunnar Bollason

- Lilja Árnadóttir

- Sigríður Björk Jónsdóttir

Ljósmyndir:

- Ívar Brynjólfsson

Reykjavík 2009

 

14. bindi:KI14

                  AKRAKIRKJA

                  ÁLFTANESKIRKJA

                  ÁLFTÁRTUNGUKIRKJA

                  BORGARKIRKJA

                  HJARÐARHOLTSKIRKJA

                  HVAMMSKIRKJA

                  STAFHOLTSKIRKJA 

Höfundar:

- Björk Ingimundardóttir

- Guðmundur L. Hafsteinsson

- Gunnar Bollason

- Lilja Árnadóttir

- Sigríður Björk Jónsdóttir

Ljósmyndir:

- Ívar Brynjólfsson

Reykjavík 2009

 

Friðaðar kirkjur í Snæfellsness- og Dalaprófastsdæmi:

15. bindi:KI-15.-bindi

                  BJARNARHAFNARKIRKJA

                  BÚÐAKIRKJA

                  HELGAFELLSKIRKJA

                  INGJALDSHÓLSKIRKJA

                  RAUÐAMELSKIRKJA

                  SETBERGSKIRKJA

                  STAÐARHRAUNSKIRKJA

                  STYKKISHÓLMSKIRKJA  

Höfundar:

- Árni Björnsson

- Guðmundur L. Hafsteinsson

- Þór Magnússon

Ljósmyndir:

- Ívar Brynjólfsson

Reykjavík 2010

 

16. bindi:KI-16.-bindi

                  DAGVERÐARNESKIRKJA

                  HJARÐARHOLTSKIRKJA

                  HVAMMSKIRKJA

                  NARFEYRARKIRKJA

                  SKARÐSKIRKJA

                  SNÓKSDALSKIRKJA

                  STAÐARFELLSKIRKJA

                  STAÐARHÓLSKIRKJA  

Höfundar:

- Árni Björnsson

- Guðmundur L. Hafsteinsson

- Þór Magnússon

Ljósmyndir:

- Ívar Brynjólfsson

Reykjavík 2010

 

Friðaðar kirkjur í Rangárvallaprófastsdæmi:

 

17. bindi:KI 17

                  AKUREYJARKIRKJA

                  ÁRBÆJARKIRKJA

                  BREIÐABÓLSTAÐARKIRKJA

                  HAGAKIRKJA

                  HLÍÐARENDAKIRKJA

                  KELDNAKIRKJA

                  KROSSKIRKJA

                  MARTEINSTUNGUKIRKJA  

Höfundar:

- Guðmundur L. Hafsteinsson

- Hjörleifur Stefánsson

- Júlíana Gottskálksdóttir

- Svavar Sigmundsson

- Þóra Kristjánsdóttir

Ljósmyndir:

- Ívar Brynjólfsson

Reykjavík 2011


Friðaðar kirkjur í Reykjavíkurprófastsdæmum:


18. bindi:KI 18. bindi

                  FORNAR KIRKJUR Í REYKJAVÍK

                  DÓMKIRKJAN

                  FRÍKIRKJAN

                  KRISTSKIRKJA

Höfundar:

- Drífa Kristín Þrastardóttir

- Gerður Róbertsdóttir

- Gunnar F. Guðmundsson

- Júlína Gottskálksdóttir

- Pétur H. Ármannsson

- Þorsteinn Gunnarsson

- Þórir Stephensen

Ljósmyndir:

- Guðmundur Ingólfsson

- Ívar Brynjólfsson

Reykjavík 2012


19. bindi:KI 19. bindi

                  LAUGARNESKIRKJA

                  NESKIRKJA

                  SAFNKIRKJAN Í ÁRBÆ

                  VIÐEYJARKIRKJA

Höfundar:

- Gerður Róbertsdóttir

- Pétur H. Ármannsson

- Þorsteinn Gunnarsson

- Þórir Stephensen

Ljósmyndir:

- Guðmundur Ingólfsson

- Ívar Brynjólfsson

Reykjavík 2012


Friðaðar kirkjur í Austfjarðaprófastsdæmi:


20. bindi:

                  BERUFJARÐARKIRKJA

                  BERUNESKIRKJA

                  BREKKUKIRKJA

                  DJÚPAVOGSKIRKJA

                  ESKIFJARÐARKIRKJA

                  FÁSKRÚÐSFJARÐARKIRKJA

                  HOFSKIRKJA

                  KOLFREYJUSTAÐARKIRKJA

                  NORÐFJARÐARKIRKJA

                  PAPEYJARKIRKJA

                  REYÐARFJARÐARKIRKJA

Höfundar:

- Freyja Hlíðkvist Ómarsdóttir

- Guðmundur Gunnarsson

- Hjörleifur Guttormsson

- Hjörleifur Stefánsson

- Júlíana Gottskálksdóttir

- Lilja Árnadóttir

- Magnús Skúlason

- Páll V. Bjarnason

Ljósmyndir:

- Ívar Brynjólfsson

Reykjavík 2012


Friðaðar kirkjur í Þingeyjarprófastsdæmi:


21. bindi:

                  EINARSSTAÐAKIRKJA

                  FLATEYJARKIRKJA

                  GRENIVÍKURKIRKJA

                  HÁLSKIRKJA

                  ILLUGASTAÐAKIRKJA

                  LAUFÁSKIRKJA

                  LJÓSAVATNSKIRKJA

                  LUNDARBREKKUKIRKJA

                  SKÚTUSTAÐARKIRKJA

Höfundar:

- Björn Ingólfsson

- Haraldur Þór Egilsson

- Hjörleifur Stefánsson

- Hörður Ágústsson

- Mörður Árnason

- Sverrir Haraldsson

Ljósmyndir:

- Ívar Brynjólfsson

Reykjavík 2013


22. bindi:

                  GARÐSKIRKJA

                  GRENJAÐARSTAÐAKIRKJA

                  HÚSAVÍKURKIRKJA

                  NESKIRKJA

                 SAUÐANESKIRKJA

                 SKINNASTAÐARKIRKJA

                  SVALBARÐSKIRKJA

                  ÞVERÁRKIRKJA

Höfundar:

- Björn Ingólfsson

- Hjörleifur Stefánsson

- Sigrún Kristjánsdóttir

- Sverrir Haraldsson

- Völundur Óskarsson

Ljósmyndir:

- Ívar Brynjólfsson

Reykjavík 2013


Friðaðar kirkjur í Skaftafellsprófastsdæmi:

23. bindi:

                  BRUNNHÓLSKIRKJA

                  BÆNHÚSIÐ Á NÚPSSTAÐ

                  GRAFARKIRKJA

                  HOFSKIRKJA

                  KÁLFAFELLSKIRKJA

                  LANGHOLTSKIRKJA

                  PRESTSBAKKAKIRKJA

                  SKEIÐFLATARKIRKJA

                   STAFAFELLSKIRKJA

                   ÞYKKVABÆJARKLAUSTURSKIRKJA

Höfundar:

- Arnþór Gunnarsson

- Björg Erlingsdóttir

- Freyja Hlíðkvist Ómarsdóttir

- Gísli Sverrir Árnason

- Guðmundur L. Hafsteinsson

- Guðmundur Rafn Sigurðsson

- Gunnar Bollason

- Lilja Árnadóttir

- Pétur H. Ármannsson

- Sigþór Sigurðsson

- Svavar Sigmundsson

- Þórður Tómasson

Ljósmyndir:

- Ívar Brynjólfsson

Reykjavík 2014


Friðaðar kirkjur í Múlaprófastsdæmi:


24. bindi:

                  ÁSKIRKJA Kápa 24. bindis

                 EIRÍKSSTAÐAKIRKJA

                  HOFSKIRKJA Í VOPNAFIRÐI

                  HOFTEIGSKIRKJA

                  KIRKJUBÆJARKIRKJA

                  SKEGGJASTAÐAKIRKJA

                   VOPNAFJARÐARKIRKJA

Höfundar:

- Gísli Sverrir Árnason

- Guðlaug Vilbogadóttir

- Guðmundur Rafn Sigurðsson

- Hjörleifur Guttormsson

- Hjörleifur Stefánsson

- Lilja Árnadóttir      

- Pétur H. Ármannsson     

Ljósmyndir:

- Ívar Brynjólfsson

Reykjavík 2015


25. bindi:

                 BAKKAGERÐISKIRKJA Kápa 25. bindis

                  EIÐAKIRKJA

                  HJALTASTAÐAKIRKJA

                  KLYPPSTAÐARKIRKJA

                  SEYÐISFJARÐARKIRKJA

                   ÞINGMÚLAKIRKJA

Höfundar:

- Gísli Sverrir Árnason

- Guðlaug Vilbogadóttir

- Guðmundur Rafn Sigurðsson

- Hjörleifur Guttormsson

- Hjörleifur Stefánsson

- Lilja Árnadóttir      

- Pétur H. Ármannsson     

Ljósmyndir:

- Ívar Brynjólfsson

Reykjavík 2015