Kortavefsjá

Landupplýsingar Minjastofnunar Íslands

Minjastofnun Íslands er stöðugt að þróa landupplýsingakerfi sitt. Meðal verkefna stofnunarinnar er að miðla upplýsingum um minjar til almennings. 

Opin kortavefsjá

Hér má nálgast kortavefsjá sem hefur að geyma upplýsingar um fornleifaskráningu og friðlýst hús og mannvirki í landinu. Athugið að enn er verið að setja inn eldri gögn og mun það taka nokkurn tíma. Smátt og smátt munu svo fleiri lög bætast við.

Skráningarvefsjá

Skráningarvefsjáin er ætluð þeim sem eru að skrá fornleifar vegna skipulags og eða framkvæmda en skrásetjurum ber að setja skráningar sínar þar inn. Sækja þarf um notendanafn og aðgangorð til Minjastofnunar. Frekari upplýsingar veitir Oddgeir Isaksen.

Hér má finna leiðbeiningar um hvernig skrá skal í vefsjána.

Hér má nálgast leiðbeiningar um skilaferli skráningargagna í heilum gagnasöfnum.

Hér má nálgast sniðmát fyrir skil á punktaskrá fyrir kortavefsjá (Excel).


Kortavefsjá Minjastofnunar Íslands