Húsverndarstofa

Ráðgjöf um viðhald og viðgerðir eldri húsa

Í júní 2007 var opnuð í Kjöthúsinu á Árbæjarsafni Húsverndarstofa þar sem fjallað er um viðhald og viðgerðir eldri húsa. Þar er veitt ráðgjöf um viðhald og viðgerðir eldri húsa, t.d. hvernig best er að bera sig að áður en framkvæmdir hefjast, tæknilegar útfærslur og litaval. 


Sérfræðingar frá Minjastofnun Íslands og Borgarsögusafni veita ráðgjöf til þeirra sem þess óska á Árbæjarsafni alla miðvikudaga milli kl. 15 og 17. Veitt er símaráðgjöf á sama tíma í síma 411 6333.

Húsverndarstofan er rekin af Minjastofnun Íslands, Iðan fræðslusetur og Borgarsögusafni.

Bæklingur um Húsverndarstofu.