Skráning húsa

Unnið er að gerð skráningarforms sem allir þeir sem skrá hús og mannvirki á vegum Minjastofnunar Íslands eða vegna skipulagsvinnu sveitarfélaga skulu nota þetta.

Með skráningu friðaðra húsa víðs vegar um landið mun Minjastofnun hafa betra yfirlit yfir byggingararf okkar og heildarsýn á landsvísu.  Einnig nýtist gagnagrunnurinn bæði einstaklingum og sveitarfélögum þegar kemur að ýmsum framkvæmdum hvort heldur sem er við endurgerð og viðhald gamalla húsa eða við skipulagsvinnu.