Skráning húsa

Samkvæmt lögum um menningarminjar nr. 80/2012 er tóku gildi 1.janúar 2013  ber Minjastofnun að setja reglur um og hafa yfirumsjón með skráningu friðaðra og friðlýstra húsa og mannvirkja.

Síðan þessi lög tóku gildi hefur Minjastofnun unnið að því að undirbúa skráningarform og gagnagrunn fyrir hin aldursfriðuðu hús er bæst hafa í hóp friðaðra húsa. Þessar skrár munu síðar verða aðgengilegar á miðlægum gagnagrunni fyrir almenning.

Með skráningu friðaðra húsa víðs vegar um landið mun Minjastofnun hafa betra yfirlit yfir byggingararf okkar og heildarsýn á landsvísu.  Einnig nýtist gagnagrunnur sem slíkur bæði einstaklingum og sveitarfélögum þegar kemur að ýmsum framkvæmdum hvort heldur sem er við endurgerð og viðhald gamalla húsa eða við hönnun á nýju skipulagi.