Umsagnir

Óheimilt er samkvæmt lögum um menningarminjar að gera nokkrar breytingar á friðlýstu og friðuðu húsi eða mannvirki án vitundar Minjastofnunar Íslands. Jafnframt eru hús og mannvirki byggð fyrir 1925 umsagnarskyld.  Leita skal leyfis eða álits Minjastofnunar Íslands með minnst sex vikna fyrirvara.  Minjastofnun hefur allt að fjórar vikur til að svara erindinu.

Umsagnir eru gerðar fyrir þau hús og manni sem eru  friðlýstfriðuð eða umsagnarskyld hyggist eigendur þeirra hefja á þeim endurbætur, viðhald og/eða breyta þeim.   

Þegar um byggingarleyfisskylda framkvæmd er að ræða á friðlýstum, friðuðum og umsagnarskyldum húsum og mannvirkjum þarf umsögn Minjastofnunar að liggja fyrir áður en veitt er heimild til framkvæmda hjá byggingarfulltrúa.

Byggingarleyfisskyldar framkvæmdir

Byggingarfulltrúum ber að fylgjast með því að eigendur húsa og mannvirkja, svo og forráðamenn kirkna, leiti eftir áliti Minjastofnunar Íslands áður en leyfi er veitt tilframkvæmda.

Álit Minjastofnunar Íslands skal liggja fyrir áður en byggingarleyfi er veitt til framkvæmda. Í byggingarleyfi skal taka tillit til skilyrða sem Minjastofnun leggur til í áliti sínu. Sama á við um útgáfu framkvæmdaleyfis samkvæmt skipulagslögum. 

Upplýsingar um byggingarleyfisskyldar framkvæmdir er að finna í kafla 2.3 í Byggingarreglugerð.