Umsagnir

Byggingarleyfisskyldar framkvæmdir

Byggingarfulltrúum ber að fylgjast með því að eigendur húsa og mannvirkja, svo og forráðamenn kirkna, leiti eftir áliti Minjastofnunar Íslands áður en leyfi er veitt tilframkvæmda.

Álit Minjastofnunar Íslands skal liggja fyrir áður en byggingarleyfi er veitt til framkvæmda. Í byggingarleyfi skal taka tillit til skilyrða sem Minjastofnun leggur til í áliti sínu. Sama á við um útgáfu framkvæmdaleyfis samkvæmt skipulagslögum. 

Upplýsingar um byggingarleyfisskyldar framkvæmdir er að finna í kafla 2.3 í Byggingarreglugerð.