Viðgerðir húsa

Áður en hafist er handa við viðgerðir og endurbætur á eldri húsum skal hafa í huga hvort að slíkar framkvæmdir krefjist umsagnar Minjastofnunar og jafnframt hvort um byggingarleyfisskylda framkvæmd sé að ræða.  

Öllum stendur til boða að leita ráða hjá Húsverndarstofu  þegar kemur að viðgerðum og viðhaldi eldri húsa. Jafnframt skal bent á leiðbeiningarrit fyrir varðveislu, viðgerðir og endurbætur húsa.

Viðgerðir á eldri húsum skulu ávallt taka mið af aldri og gerð hússins.  Oft og tíðum koma fram ýmis ummerki í húsinu þegar hafist er handa og því þarf að lesa vel í húsið.  Margt er hægt að endurnýta þótt gamalt sé og áhersla er lögð á að varðveita upphaflegt handverk hússins.   Ódýrasta lausnin kann að verða sú dýrasta þegar upp er staðið auk þess að vera skemmandi fyrir húsið og heildarútlit þess. 

Fallegt gamalt hús og vel við haldið er ekki einungis prýði fyrir eigendur þess heldur einnig fyrir það umhverfi sem það stendur í.