Fornminjar

Menningarminjar

Meginviðfangsefni Minjastofnunar Íslands er, samkvæmt lögum nr. 80/2012, verndun menningarminja og tryggja að íslenskum menningararfi verði skilað óspilltum til komandi kynslóða. 

Til menningarminja teljast ummerki um sögu þjóðarinnar svo sem fornminjar, menningarlandslag, kirkjugripir, minningarmörk, hús og önnur mannvirki, skip og bátar, listmunir og nytjahlutir.

Minjar ná því yfir bæði fornleifar og hús/mannvirki en okkur er tamara skipta þessu í tvo flokka. Það mun þó breytast því Minjastofnun Íslands er nú að vinna að stefnumörkun fyrir hina nýju stofnun þar sem leitast verður við að horfa á og vinna með þessa minjaflokka sem eina heild. Þetta endurspeglast til dæmis í skipuriti stofnunarinnar þar sem sviðin skipast eftir viðfangsefnum en ekki minjaflokkum.