Brýn upp­bygg­ing­ og vernd­araðgerðir á ferðamanna­stöðum

Í lok maí 2015 tilkynnti ríkisstjórnin að hún hefði samþykkt að verja 850 millj­ón­um króna til brýnnar upp­bygg­ing­ar og vernd­araðgerða á ferðamanna­stöðum sem eru í eigu eða um­sjón rík­is­ins. Rúmlega 100 milljónum verður varið í verkefni sem eru í umsjón Minjastofnunar og stuðla að verndun menningarminja. Upplýsingar um verkefnin má finna hér að neðan og verða þær uppfærðar í samræmi við framvindu verkefnanna.

Rútshellir (Suðurland)

Endurhleðsla fjárhúss framan við Rústhelli, en ástand þess er orðið hættulegt þeim sem staðinn sækja heim. Endursmíð þils á Rútshelli og tenging á milli þess og fjárhússins. Timburgafl verður smíðaður á fjárhúsið í stað steypts gafls sem áður var.


Seljavallalaug (Suðurland)

Háþrýstiþvottur, múrviðgerðir, sílan úðun á múr og málning ef veður leyfir. Laugin er friðlýst og hefur látið mikið á sjá. Margir sækja laugina heim (heyrst hefur allt að 300 manns á dag), en þar er engin eiginleg aðstaða nema búningsklefar sem eru hluti friðlýsta mannvirkisins.

Viðgerðum er lokið.


Steinahellir (Suðurland)

Endurbygging þils sem var á hellinum. Gerð bílastæðis við hellinn og nýtt upplýsingaskilti.


Stöng í Þjórsárdal (Suðurland)

Bætt aðgengi, brú yfir Rauðá og bílastæði.


Fiskbyrgin á Gufuskálum (Vesturland)

Endurhleðsla einnar hliðar Írskra byrgis sem hrunin var og lagfæringar á fleiri stöðum. Lagfæringum og endurhleðslu er lokið.

Hönnun á aðgengi að fiskbyrgjunum í hrauninu (bílastæði, göngustígur og áningarstaður við hraunið), endurskoðun eldri teikninga.

Gerð göngustígs að hrauninu og áningarstaðar við hraunið. Nýtt upplýsingaskilti um fiskbyrgin verður sett við áningarstaðinn.


Snorralaug í Reykholti (Vesturland)

Gert verður við skemmdir í Snorralaug sem óprúttnir aðilar unnu á lauginni síðastliðinn vetur. Auk þess verður aðkomu að lauginni breytt með það fyrir augum að mæta betur þörfum ferðamanna og vernda gróður og minjar á svæðinu.

Framkvæmdirnar eru komnar langt á veg.


Flókatóftir (Vestfirðir)

Endurbætur á aðkomu að minjasvæðinu og ný skilti.


Hringsdalur (Vestfirðir)

Kumlastæðið og nánasta umhverfi þess var girt af með góðri girðingu. Það sem helst ógnar tilvist staðarins er uppblástur og er stór þáttur í því vandamáli lausaganga sauðfjár á svæðinu. Gróður og jarðvegur er mjög viðkvæmur, enda er svæðið mjög sendið, og því mikilvægt að girða svæðið af til að vernda það fyrir ágangi eins og hægt er. Hluti svæðisins var girtur af fyrir nokkrum árum og hefur sú tilraun gefið góða raun, en plöntur eru farnar að skjóta niður rótum í sandinum. Því var talið mikilvægt að víkka girðinguna út og freista þess að hjálpa til við endurheimt gróðurs á svæðinu með þeirri aðgerð.

Hey var sett í verstu rofabörðin á svæðinu til að hindra frekari uppblástur og flýta uppgræðslu svæðisins.

Gera á útskot við veginn til að auðvelda aðgengi ferðamanna að staðnum en nú er erfitt að leggja bíl í nágrenni hans.


Vatnsfjörður (Vestfirðir)

Endurnýjun skilta og merkinga, viðhald og snyrting palla sem á staðnum eru.


Borgarvirki (Norðurland vestra)

Hönnun aðgengis á svæðinu og deiliskipulagning þess.


Hegranesþingstaður (Norðurland vestra)

Hönnun aðgengis á svæðinu og deiliskipulagning þess.


Vatnsdalur (Norðurland vestra)

Gerð stórs skiltis með upplýsingum um þjónustu og friðlýstar minjar í Vatnsdal og Þingi. Skiltið verður staðsett við Ólafslund.


Örlygsstaðir (Norðurland vestra)

Hönnun aðgengis á svæðinu, gerð umhverfisskipulags.


Hlíðarrétt (Norðurland eystra)

Aðhald réttarinnar verður endurhlaðið, en það er illa farið og ekki fjárhelt.

Framkvæmd er hafin.


Hofstaðir í Mývatnssveit (Norðurland eystra)

Hönnun aðgengis á svæðinu og deiliskipulagning þess.


Hvannalindir (Austurland)

Gerð áætlunar til að vernda viðkvæman gróður og minjar á minjasvæðinu fyrir ágangi. Hönnun áningarstaðar við Lindarsel og gerð góðra upplýsingaskilta.


Naustin í Papafirði (Austurland)

Hönnun og gerð bílastæðs/útskots og áningarstaðar auk skiltagerðar.