Strandminjar

Menningarminjar eiga víða undir högg að sækja sökum landbrots og ágangs sjávar við strendur landsins og er fjöldi minja þegar horfinn eða á leið í sjó. Til að bregðast við þessum vanda var sett á fót sérstök staða verkefnastjóra strandminja hjá Minjastofnun Íslands árið 2016 og hefur verkefnastjórinn yfirumsjón með því að afla upplýsinga um strandminjar og kortleggja þau svæði sem eru í mestri hættu. Auk þess hefur hann yfirumsjón með forgangsröðun staða til fornleifaskráningar og frekari verndunar og/eða rannsókna.

Verkefnastjóri strandminja er Guðmundur St. Sigurðarson, sem einnig er minjavörður Norðurlands vestra.

Tölvupóstfang: gudmundur@minjastofnun.is

Farsími: 861 4200

Sími: 570 1322

Fésbókarsíða Strandminja 

 

Fornleifaskráning strandsvæða

Óskað var eftir tilboðum í fornleifaskráningu þriggja strandsvæða þann 11. október 2016 með fresti til 1. nóvember. Svæðin sem um ræðir eru: 1) Vestanvert Reykjanes frá Garðskagavita að Reykjanestá, 2) vestanvert Snæfellsnes frá Ólafsvík að Hellnum, 3) strandlengjan frá Þingeyrum við Dýrafjörð að Hrafnseyri við Arnarfjörð. Alls bárust ellefu mismunandi tilboð í verkefnin frá fimm aðilum. Ákveðið var að semja við Ragnar Edvardsson um skráningu á svæðum 2 og 3 en Fornleifastofnun Íslands ses. um skráningu á svæði 1. Skráningu á svæðinum er lokið en úrvinnslu á gögnum frá einu svæðanna er ólokið.