Fornleifauppgreftir

  • Uppgröftur á landspítalalóð
    Uppgröftur á landspítalalóð

Tilgangur fornleifauppgraftar er að afla sem gleggstra upplýsinga um þær fornleifar sem leynast undir yfirborðinu. Það er gert með sem nákvæmri skráningu og greiningu á þeim fyrirbrigðum sem afhjúpuð eru með uppgreftri, svo sem jarðlögum, gripum og mannvirkjum, og samhengi þeirra á milli. Til þessa eru notuð nákvæm mælitæki, ljósmyndir og teikningar auk þess sem ýmiskonar sýni eru gjarnar tekin til frekari greiningar á rannsóknarstofu. Reynt er að túlka minjarnar, í raun að sjá fyrir sér það ferli sem skóp þær, á sem gleggstan hátt og setja í samhengi við þá þekkingu sem til staðar er.

Ýmsar ástæður geta verið til þess að ráðist er í uppgröft á fornleifum. Venja er að skipta fornleifauppgröftum í flokka eftir tilgangi þeirra:

 Fornleifauppgreftir      
björgunarrannsókn  Kerfisbundin fornleifafræðileg rannsókn á fornleifum sem eru í hættu vegna ágangs náttúrunnar eða hafa komið óvænt upp vegna jarðrasks. Yfirleitt unnin í kapp við tímann og með takmarkað ráðstöfunarfé.  rescue research   
 framkvæmdarrannsókn  Kerfisbundinn fornleifafræðileg rannsókn á fornleifum sem ákveðið hefur verið að rannsaka vegna framkvæmda. Yfirleitt unnin innan strangs tímaramma og kostnaðaráætlunar.  contract excavation  
 vísindarannsókn  Kerfisbundin fornleifafræðileg rannsókn á fornleifum á völdum stöðum. Í vísindalegum rannsóknum er viðfangsefnið valið í samræmi við fyrirfram skilgreinda vísindalega áætlun eða spurningu.  scientific research  
 eðli og umfang  Könnun gerð til að meta eðli og umfang fornleifa eða lausafunda sem koma óvænt upp eða meta þarf vegna frekari ákvarðanatöku.  trial excavation  
 framkvæmdareftirlit  Eftirlit með framkvæmdum sem gætu mögulega skaðað fornleifar á tilteknu svæði. Minjar sem koma í ljós eru skráðar og tilkynntar til Minjastofnunar Íslands sem metur hvað skuli gera í framhaldinu.  wathcing brief