Umsóknir um leyfi til flutnings

Umsóknir um leyfi til flutnings menningarminja úr landi skulu sendar Minjastofnun Íslands á þar til gerðu eyðublaði.

Við mat á listrænu, sögulegu eða vísindalegu gildi þeirra menningarminja sem ætlunin er að flytja úr landi og verðmæti þeirra, svo og um meiri háttar álitaefni hefur Minjastofnun Íslands samráð við forstöðumenn þeirra safna og stofnana hér á landi er einkum varðveita þess konar muni sem mál snýst um hverju sinni.

Helstu söfn og stofnanir sem Minjastofnun Íslands leitar álits hjá eru Þjóðminjasafn Íslands, Listasafn Íslands, Þjóðskjalasafn Íslands auk Náttúrufræðistofnunar, Hönnunarsafns Íslands ofl. sérsafna.