Sjóðir

Minjastofnun Íslands hefur yfir tveimur sjóðum að ráða; fornminjasjóði og húsafriðunarsjóði. Samkvæmt lögum um menningarminjar nr. 80/2012 hafa sjóðirnir það meginhlutverk að stuðla að varðveislu, viðhaldi og rannsóknum á friðuðum og friðlýstum fornleifum, mannvirkjum og húsum. 

Að jafnaði er úthlutað úr sjóðunum einu sinni á ári.

Venjan er að umsóknarfrestur í húsafriðunarsjóð er til 1. desember og 5. janúar í fornminjasjóð.
Umsóknareyðublöð eru þá aðgengileg hér á heimasíðu Minjastofnunar frá 15. október fyrir húsafriðunarsjóð og 1. nóvember fyrir fornminjasjóð.

Hlutfall styrkupphæðar úr sjóðunum er (að öllu jöfnu) aldrei hærra en sem nemur 50% af kostnaðaráætlun verksins/verkefnisins.

Athugið: Að jafnaði renna styrkir úr húsafriðunarsjóði einungis til endurbóta og viðhalds sem stuðla að upprunalegu útliti húss eða mannvirkis og er dýrara en hefðbundið viðhald fasteignar þar sem notuð eru efni og aðferðir sem samrýmast varðveislugildi hússins.