Styrkúthlutanir

Minjastofnun Íslands úthlutar styrkjum úr fornminjasjóði að fenginni umsögn fornminjanefndar í samræmi við úthlutunarreglur sjóðsins.

Auglýsing um umsóknir eru birtar síðla haust ár hvert og ákvörðun um úthlutanir liggja alla jafna fyrir í mars.

Upplýsingar um styrkúthlutanir eru birtar á heimasíðu stofnunarinnar og auk þess fá allir umsækjendur send svör við umsóknum sínum.