Fréttir


25. jan. 2011

Friðun Laugavegar 12 í Reykjavík


Með vísan til 1. mgr. 4. gr. laga nr. 104/2001 um húsafriðun friðaði mennta- og menningarmálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir, húsið við Laugaveg 12 í Reykjavík, 17. desember 2010, að tillögu Húsafriðunarnefndar. Friðunin tekur til ytra byrðis hússins.

Laugavegur-12Benedikt Stefánsson byggði húsið að Laugavegi 12 árið 1903. Árið eftir fékk hann leyfi  hann leyfi til að byggja geymsluhús sunnan við hús sitt, sem síðar fékk númerið 1 við Bergstaðastræti, sem nú hefur einnig verið friðað.