Fréttir


30. jan. 2018

Setning Menningararfsárs Evrópu

Þriðjudaginn 30. janúar var Menningararfsár Evrópu sett formlega á Íslandi. Viðburðurinn var haldin í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, setti menningararfsárið formlega auk þess sem Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Minjastofnunar Íslands, sagði frá menningararfsárinu, markmiðum þess og dagskrá á Íslandi.


Minjastofnun Íslands var falið af Mennta- og menningarmálaráðuneytinu að vera í forsvari vegna skipulagningar Menningararfsárs Evrópu 2018 hér á landi. Minjastofnun sér um um að veita upplýsingar um árið,  í samvinnu við aðrar menningarstofnanir sem fara með verndun menningararfsins; Þjóðminjasafn Íslands, Árnastofnun, Listasafn Íslands, Náttúruminjasafn Íslands og Þjóðskjalasafn Íslands.

 

Hér má nálgast erindi ráðherra.

Hér má nálgast erindi Kristínar Huldar.

Hér má finna upplýsingar um menningararfsárið.

Hér má finna dagskrá menningararfsársins á Íslandi.