Fréttir


14. des. 2017

Verkefni á 100 ára afmæli fullveldis Íslands

Fullveldi100_adalutgafaMinjastofnun Íslands hefur hlotið vilyrði fyrir einum af 100 verkefnastyrkjum afmælisnefndar 100 ára fullveldis Íslands. Verkefnið sem um ræðir er samstarfsverkefni Borgarsögusafns, Faxaflóahafna og Minjastofnunar Íslands og nefnist "Siglt á mið sögunnar". 

Verkefnið er hugsað til að minnast fullveldis Íslands og þess hlutverks sem Reykjavíkurhöfn lék í því að efla sjálfstæði landsins. Grundvöllur fullvalda ríkis er sjálfstæð samskipti við aðrar þjóðir. Markmið verkefnisins er að auka skilning almennings, barna og fullorðinna, á menningarlandslagi hafnarsvæðisins og setja það í samhengi við sögu Íslands og þróun Reykjavíkur, hafnarsvæðisins og íslensks samfélags á 20. öld. Gert verður app sem verður aðgengilegt almenningi honum að kostnaðarlausu. Tveir valkostir verða í appinu, annars vegar gönguleið og hins vegar fjársjóðsleit með það að markmiði að kynna söguna og menningarlandslags hafnarinnar. 

Stefnt er að því að opna appið í sumarbyrjun.

Nánari upplýsingar um verkefnin 100 sem fengu styrkvilyrði má finna hér .