Evrópski menningarminjadagurinn

Evrópski menningarminjadagurinn verður haldinn hátíðlegur á Íslandi í ár, en þó með öðru sniði en gengur og gerist. Víðast hvar er menningarminjadagurinn haldinn á sama tíma í september en hér á landi munu viðburðir dreifast yfir allt sumarið og er því í raun um marga menningarminjadaga að ræða.

Þema ársins er arfur verk- og tæknimenningar.

Útbúinn hefur verið bæklingur með dagskrá sumarsins sem dreift hefur verið vítt og breitt um landið. Athugið að í bæklingnum er ranglega sagt að viðburður Þingborgar ullarvinnslu sé 20. júní, hið rétta er að hann er 27. júní. Viðburðurinn Garðvegur 1 sem haldinn verður í Sandgerði í ágúst er ekki í bæklingnum.

Frekari upplýsingar um viðburði má finna á samevrópskri síðu menningarminjadagsins: www.europeanheritagedays.com Þar á að birtast stjarna fyrir hvern viðburð á íslandskortinu. Ef engin stjarna glitrar á þeim viðburði sem leitað er að nægir að þysja inn á landsvæðið, þá birtist hún.


Dagskrá sumarsins er eftirfarandi:


- Júní -

16. júní - Opnun Skreiðarskemmunnar, Hornafjarðarsöfn, Höfn í Hornafirði, kl. 13-16, leiðsögn kl. 13-15. Aðgangur ókeypis.

17. júní - Iðnaðarsafnið á Akureyri, kl. 10-17. Aðgangur ókeypis.

17. júní - Sjóminjasafn Austurlands, Eskifirði, kl. 13-17. Aðgangur ókeypis.

20. júní - Saltfisksetrið í Grindavík, Kvikan auðlinda- og menningarhús, kl. 10-17. Aðgangur ókeypis og lifandi leiðsögn um safnið.

21. júní - Opnun sýningar í Njarðarskemmu, Síldarminjasafnið á Siglufirði, kl. 15. Aðgangur ókeypis.

27. júní - Að fornu og nýju, Ullarvinnslan Þingborg, 8 km austan Selfoss, kl 10-16. Aðgangur ókeypis.

27. júní - Byggðasafnið á Garðskaga, Garði, kl. 13-17, fyrirlestur kl. 16. Aðgangur ókeypis.

28. júní - Rjómabúið á Baugsstöðum, skammt frá Stokkseyri, kl. 14-17. Aðgangur ókeypis og lifandi leiðsögn.

- Júlí -

3.-5. júlí - Bátadagar á Breiðafirði, Reykhólum, siglt af stað 4. júlí kl. 10.

4. júlí - Vélsmiðja Guðmundar J. Sigurðssonar, Þingeyri, kl. 9-18. Aðgangur ókeypis.

11. júlí - Örnámskeið í orfslætti, Landbúnaðarsafn Íslands á Hvanneyri, Borgarfirði, kl. 13-17. Aðgangur ókeypis.

19. júlí - Baskar á Íslandi, ganga með leiðsögn, Strákatangi í Steingrímsfirði skammt norðvestan Drangsness, kl. 14. Ekkert þátttökugjald.

24.-26. júlí - Smiðjuhátíð Tækniminjasafnsins, Seyðisfirði. Aðgangur ókeypis.

- Ágúst -

15. ágúst - Náttúran og tæknin, tæknisöguganga um Elliðaárdalinn í Reykjavík, kl. 14. Ekkert þátttökugjald.

29.-30. ágúst -Garðvegur 1 - Arfur breyttar verkmenningar, Garðvegur 1, Sandgerðisbæ, kl. 13-17. Aðgangur ókeypis.

- September -

7.-10. september - Námskeið í torfhleðslu og grindarsmíði, Tyrfingsstaðir í Skagafirði. Skráning nauðsynleg, greiða þarf þátttökugjald.


Allar frekari upplýsingar um viðburðina má finna í bæklingi og á heimasíðu menningarminjadagsins.