LOCLOUD

Staðbundin gögn í Europeana skýi

Efni frá litlum og meðalstórum staðbundnum stofnunum, svo sem söfnum og skjalasöfnum, er enn að mestu óaðgengilegt á hinum stafræna evrópska vettvangi. Tækni sem byggir á notkun hinna svokölluðu skýja gæti boðið upp á ódýra og notandavæna lausn til að gera efni þessara aðila aðgengilegt á netinu.

LoCloud verkefnið miðar að því að þróa ský og þjónustumiðstöðar til að hjálpa litlum og meðalstórum stofnunum við að safna saman stafrænum gögnum og gera þau aðgengileg á netinu í gegnum Europeana.eu, European Library, Museum and Archive.

Verkefnið mun kanna möguleika á ský- tækninni til að safna saman staðbundnu stafrænu efni. Það mun einnig þróa ýmsa sérþjónustu til að t.d. auðga upplýsingar um staðsetningar og lýsisgögn, fjöltyng orðasöfn um staðbundna sögu og fornleifafræði o.s.frv.

Stefnt er að því að LoCloud-verkefnið verði til þess að aðgengi að stafrænu efni í Europeana muni aukast umtalsvert en markmiðið er að verkefnið skili um 4 milljónum stafrænna gagna til Europeana.

Að LoCloud standa aðilar með reynslu úr tæknigeiranum, aðilar sem áður hafa veitt aðgengi að sínum gögnum í gegnum Europeana, aðilar sem hafa reynslu af samansöfnun stafrænna gagna og aðilar með ýmis sérfræðisvið. Saman myndar hópurinn sterka heild. Gunnar Urtegaard frá Þjóðskjalasafni Noregs sem situr í verkefnisstjórn, sagði í lok fundar: "Ef við getum haft þetta einfalt fyrir gagnaeigendur og einfalt fyrir notendur og fjarlægt allar flækjur á milli, þá verður þetta afar árangursríkt verkefni.”

Tengiliður:

Gunnar Urtegaard
gunurt@arkivverket.no
National Archive Norway / Riksarkivet
Box 4013 Ullevål stadion
0806 Oslo
Noregur

Europeana.eu veitir aðgang að stafrænu efni frá evrópskum galleríum, bókasöfnun, söfnun, skjalasöfnum og hljóðsöfnum. Þar er nú að finna yfir 26 milljónir stafrænna gagna svo sem bækur, ljósmyndir, málverk, kvikmyndir, hljóðupptökur og önnur gögn frá meira en 2.200 stofnanir í Evrópu. Nánari upplýsingar má finna á http://www.europeana.eu/portal/.

LoCloud er eitt þeirra verkefna sem styrkt er af framkvæmdastjórn Evrópusambandsins til að þróa Europeana og bæta innihald þess. Það mun kanna möguleika á ský tækni fyrir Europeana, með áherslu á litlar og meðalstórar stofnanir. Það miðar að því að styðja þessa aðila í því að gera efni þeirra og lýsigögn aðgengileg í Europeana.eu. Í þessu skyni verða ýmsar þjónustur og verkfæri þróuð til að fækka tæknilegum og þekkingarlegum hindrinum og efla Europeana.

LoCloud ætlar að byggja á árangri tveggja Best Practice Network verkefna: Carare og Europeana Local en þau verkefni skiluðu vel yfir 5 milljónir stafrænum gögnum til Europeana.

Nánari upplýsingar er að finna á: www.locloud.eu.

LoCloud er styrkt af framkvæmdastjórn Evrópusambandsins í UT Policy Support Programme.

Umsjón: Agnes Stefánsdóttir