Dagskrá menningararfsársins


Menningararfsár Evrópu 2018Dagskrá menningararfsársins er fjölbreytt en þeir þræðir sem tengja viðburðina saman eru annars vegar strandmenning og hins vegar tenging við Evrópu og/eða evrópskan menningararf. 
Nánari upplýsingar um viðburðina verða birtar þegar þær liggja fyrir auk þess sem fleiri viðburðir munu bætast við eftir því sem líður á árið. 
Þeir sem hafa áhuga á að skrá viðburð á dagatal menningararfsársins geta haft samband á tölvupóstfangið solrun@minjastofnun.is

Nánari upplýsingar um menningararfsárið má finna hér.Dagskrá:


20. janúar - opnun sýningarinnar Fornar verstöðvar eftir Karl Jeppesen, Þjóðminjasafn Íslands

Karl Jeppesen hefur ljósmyndað fornar verstöðvar um allt land. Á Veggnum er sýnt úrval þessara mynda. Ástand verstöðvanna er misjafnt. Víða sjást minjarnar glögglega en á öðrum stöðum eru þær horfnar af yfirborði jarðar.

Um sýninguna á vef Þjóðminjasafns Íslands. 2. febrúar - Korriró og Dillidó - þjóðsagnamyndir Ásgríms Jónssonar, Listasafn Íslands

Ævintýrin gerast enn! Myndheimur íslenskra þjóðsagna og ævintýra sem Ásgrímur Jónsson skapaði með verkum sínum er sannkallaður töfraheimur. Álfar, tröll og draugar, sem lifað höfðu með óljósum hætti í hugskoti þjóðarinnar í rökkri baðstofunnar, tóku á sig skýra mynd í verkum Ásgríms, en hann sýndi slík verk í fyrsta sinn á Íslandi árið 1905.
Þjóðsagnamyndir Ásgríms fengu góðan hljómgrunn og í blaðaskrifum um sýninguna má lesa að menn fagna því að í fyrsta sinn hafi íslenskur listmálari tekist á við að túlka þjóðsögurnar. Mikil sátt virðist hafa ríkt um útlit álfa og trölla í meðförum Ásgríms, svo ætla má að listamanninum hafi tekist að fanga þá mynd sem landsmenn höfðu skapað í huga sér af þessum fyrirbærum.
Sýningin Korriró og dillidó er kærkomið tækifæri fyrir alla fjölskylduna til að kynnast þeim einstaka ævintýraheimi skrautbúinna álfa og ógnvekjandi trölla sem Ásgrímur Jónsson túlkaði af mikilli einlægni og ástríðu. Áhersla er lögð á að virkja ímyndunarafl gesta og gefa þeim kost á að njóta þessa menningararfs sem um margt getur varpað ljósi á ótta, drauma og þrár genginna kynslóða og sambúð þeirra við ógnvekjandi náttúru landsins.
Í safneign Listasafns Íslands eru rúmlega 1.000 verk sem tengjast efni þjóðsagna og ævintýra og í teiknibókum Ásgríms Jónssonar eru yfir 2.000 teikningar sem að stórum hluta sækja myndefni í þennan sagnabrunn. Á sýningunni má sjá fjölmörg lykilverk úr því fjölbreytta safni þjóðsagnamynda sem Ásgrímur Jónsson lét eftir sig, bæði olíu- og vatnslitamálverk auk fjölmargra teikninga, þ. á m. túlkun á sögunum Átján barna faðir í álfheimum, Una álfkona, Tungustapi, Nátttröllið, Gissur á botnum, Búkolla, Mjaðveig Mánadóttir, Sagan af Hringi kóngssyni, Surtla í Blálandseyjum, Djákninn á Myrká og „Horfðu í glóðarauga mitt, Gunna“

Sýningin opnar 2. febrúar og stendur til 29. apríl 2018.


Um sýninguna á vef Listasafns Íslands.


Mars - sýning um uppgröft á hollenska kaupskipinu Melckmeyt, Sjóminjasafnið í Reykjavík, Borgarsögusafn

Árið 1659 sökk hollenskt kaupskip í ofsafengnum stormi við Flatey á Breiðafirði. Meira en 300 árum síðar, árið 1992, fundu kafarar flak skipsins. Árið eftir var í fyrsta sinn framkvæmd víðtæk rannsókn á fornminjum neðansjávar við Ísland. Enn stærri hluti flaksins var svo grafinn upp árið 2016.

Á þessari sýningu fá gestir innsýn í rannsóknaraðferðir fornleifafræðinnar og fjallað verður um valda þætti úr sögu skipsins, áhafnar og verslunar á 17. öld. Einnig getur að líta nokkra þeirra gripa sem fundust við rannsóknina.

Um miðja 17. öld var Holland efnahagslegt stórveldi og miðstöð verslunar og viðskipta, bæði innan Evrópu og milli heimsálfa. Danir voru í stríði við Svía á þessum tíma og áttu því erfitt með að senda kaupskip með vörur til Íslands. Nokkrir hollenskir kaupmenn neyttu færis og keyptu verslunarleyfi af Danakonungi. Ekkert danskt kaupfar kom til Íslands árið 1659 en aftur á móti tólf hollensk. Verslun milli landanna tveggja jókst til muna um nokkurra ára skeið en ágóðinn af viðskiptum við Íslendinga, sérílagi með fisk, gat verið umtalsverður fyrir Hollendinga.

Nánari upplýsingar væntanlegar.

Hér má sjá heimasíðu Sjóminjasafnsins í Reykjavík .

15. mars - Dagur forvörslunnar, Borgarsögusafn. 

Í tilefni menningararfsárs Evrópu 2018 hefur Félag norrænna forvarða tekið frá sameiginlegan dag til að vekja athygli á forvörslu og varðveislu á Norðurlöndunum, undir heitinu: Dagur forvörslunnar -15 mars.

Þeir forverðir sem eru starfandi á söfnum hafa verið beðnir um að vekja athygli á faginu og ætlar Þjóðminjasafnið að kynna seinna bindi handbókar um varðveislu safnkosts. Í Þjóðarbókhlöðunni verður forvörðurinn þar með erindi fyrir starfsfólk.

Á Borgarsögusafni er margt í gangi er viðkemur forvörslu og varðveislu safnkosts, við höfum fengið Þórdísi textílforvörð til að forverja gripi fyrir nýju grunnsýninguna, hún hefur líka gert við skautbúninginn sem fjallkonan skartar á 17. júní. Það stefnir í að skemmur safnsins verði gerðar brunaheldar á næstunni auk þess að fá nýtt hillukerfi. Þetta er verkefni sem mun líklega taka okkur þrjú ár. Það hafa farið fram myglumælingar í safnhúsunum á Árbæjarsafni og verið er að vinna úr þeim niðurstöðum. Stefnt er að því að hreinsa og forverja rústina á Landnámssýningunni á þessu ári. Svo er margt annað í gangi sem ekki gefst tími að nefna!

Hér kemur smá fróðleikur um forvörslu í heimahúsum sem hefur birst á facebook síðu safnsins:

Ef þú átt viðkvæman grip sem þér þykir mjög vænt um, hefur kannski erft, og vilt auðvitað eiga sem lengst, þá þarf að huga að ýmsu. Ef þú vilt til að mynda hafa gripinn uppi við skaltu fyrst og fremst hugsa um að verja hann gegn sólarljósi og gæta þess að hann rykist ekki mikið. Besta leiðin til að þurrka af gripnum er að nota mjúkan, þurran bursta eða pensil til að fjarlægja rykið; og síðan gæta þess svo að hann sé mestan part dagsins í skugga. Það er, snúi frá sólu.


16. mars - Leikum okkur með menningararfinn - Námsstefna um leikjavæðingu náttúru- og menningararfs, Gunnarsstofnun, Locatify, Gerðuberg, Minjastofnun Íslands, Háskóli Íslands, Samtök tölvuleikjaframleiðenda o.fl. 

Fer fram í Borgarbókasafni | Menningarhúsi Gerðubergi hinn 16. mars 2018, kl. 9.30-16.00.

Ekkert þátttökugjald en skráning og dagskrá hér

  • Fyrir hádegi verða fluttir fyrirlestrar sem veita innsýn í þá möguleika sem eru til staðar.
  • Eftir hádegi verða haldnar vinnustofur og kynningar þar sem þátttakendum gefst færi á að kynna sér betur ákveðnar aðferðir, tækni eða verkefni.
  • Síðdegis verða umræðuhópar um framtíðarsýn og stefnu og hvernig hægt er að vinna saman að nýjungum og framförum á þessu sviði.
  • Í lokin verða pallborðsumræður og samantekt.

Þar sem námsstefnan er hluti af CINE-verkefninu sem nýtur styrks úr Norðurslóðaáætlun ESB fer hún að mestu fram á ensku.

Aðalfyrirlesari námsstefnunnar er Ed Rodley, stjórnandi á sviði miðlunar við Peabody Essex safnið í Bandaríkjunum, en hann vann áður við sýningarstjórn á Tæknisafninu í Boston þar sem hann kom m.a. að hönnun sýninga um Leonardo da Vinci og Star Wars.

Fjöldi þátttakenda á sýningunni er takmarkaður svo áhugasamir eru hvattir til að skrá sig hið fyrsta.

Hér má finna viðburð námsstefnunnar á Facebook.

Hér má finna upplýsingaspjald um námsstefnuna (PDF).

26. mars - Fjörugróður og rekabóndinn

Mánudaginn 26. mars kl. 19 verða tveir fyrirlestrar á Byggðasafni Dalamanna tengdir strandmenningu í tilefni menningararfsárs Evrópu 2018. Hafdís Sturlaugsdóttir landnýtingarráðunautur hjá Náttúrustofu Vestfjarða mun fjalla um fjörugróður og nýtingu hans og Matthías Sævar Lýðsson bóndi í Húsavík á Ströndum segir frá lífi rekabóndans. Allir áhugasamir eru velkomnir, enginn aðgangseyrir.

Hér má finna viðburðinn á Facebook

2. apríl - Kollubóndinn og Akureyjar

Mánudaginn 2. apríl (annan í páskum) kl. 16 verða tveir fyrirlestrar á Byggðasafni Dalamanna   tengdir strandmenningu í tilefni menningararfsárs Evrópu 2018. Halla Sigríður Steinólfsdóttir kollubóndi í Akureyjum mun segja frá lífi kollubóndans og Valdís Einarsdóttir safnvörður segir frá búskap og lífinu í Akureyjum fyrr á tímum. Allir áhugasamir eru velkomnir, enginn aðgangseyrir.

Hér má finna viðburðinn á Facebook

4. apríl kl. 13.30 - Undirritun samnings Hollvinafélags Húna II og Akureyrarbæjar um borð í Húna II við Torfunesbryggju, Akureyri

Samningurinn varðar árlegt framlag til verkefna og viðhalds Húna II sem er 130 tonna eikarbátur, smíðaður á Akureyri árið 1963. Húni II er eini báturinn sem er eftir af þeim 11 sem smíðaðir voru hér á landi af sömu stærð, eða yfir 100 brl (brúttórúmlestir). Hann hefur verið notaður m.a. í sögusiglingar og í sumar verða farnar nokkrar slíkar ferðir. Hollvinafélagið mun einnig sigla til Færeyja og þaðan með skipum frá Færeyjum og Noregi til að taka þátt í strandmenningarmótinu á Siglufirði 4-8 júlí 2018.  Samningur þessi er því afar mikilvægur og tryggir varðveislu Húna II um ókomin ár.   

9. apríl - lokadagur fyrir skil verkefna í menningarminjakeppni grunnskólanema , Minjastofnunar Íslands 

Leiðbeiningar fyrir keppnina og frekari upplýsingar má finna hér .
Athugið að skilafrestur hefur verið lengdur til 9. apríl, upphaflega var hann 27. mars.

12. maí - opnun sýningarinnar Vorboðar - sýning á fuglum í eigu safnsins, Safnasafnið

Safnasafnid

Sýningin Vorboðar er sýning á 345 fuglum í eigu safnsins og eru höfundar þeirra 42 talsins hvaðanæfa af landinu auk 16 erlendra, ókunnra höfundar. Umfjöllunarefni sýningarinnar eru m.a. farfuglar sem tengja Ísland og Evrópu órjúfa böndum með ferðum sínum heim og að heiman. Sýningin verður opnuð kl. 14:00 þann 12. maí og mun hún standa í tvö ár. Verður sýningin opin á auglýstum tíma safnsins. 


Hér má sjá heimasíðu Safnasafnsins.


12. maí - opnun sýningarinnar Kirkjur Íslands: Leitin að klaustrunum, Þjóðminjasafn Íslands

Nánari upplýsingar væntanlegar.

Hér má sjá síðu sýningarinnar á vef Þjóðminjasafns Íslands.


seinni hluti maí/byrjun júní - opnun sýningarinnar Liljur vallarins eftir Louise Harris, Heimilisiðnaðarsafnið

Liljur-vallarins-1

Ný sérsýning textíllistamannsins Louise Harris verður opnuð í Heimilisiðnaðarsafninu í vor. Ber sýningin heitið Liljur vallarins og mun hún tengja saman íslenskan menningararf og evrópskan myndlistararf. Louise hefur áform um að tengja saman gamalt íslenskt hráefni á borð við ull/þel og innsetningarhefð nútíma myndlistar. Þetta er ný og athyglisverð tilraun og mun þessi sýning draga fram, fyrir hinn almenna sýningargest, nýja fleti á tengslum menningararfs og listsköpunar í nútímanum og undirstrikar að söfn eru ekki geymslustaður heldur skapandi og lifandi rými. 

Hér má sjá heimasíðu Heimilisiðnaðarsafnsins. 

Liljur-vallarins-2


2. júní - Sjósókn fyrri ára, Iðnaðarsafnið Akureyri

Sýndar verða netaviðgerðir og hnýting. Gestir geta fengið að spreyta sig á gömlu handbragði með aðstoð reynslubolta á þessu sviði, við óm af gömlu góðu sjómannalögunum.

Sjosokn-fyrri-ara

Frítt á safnið fyrir allt það fólk sem er tengt, eða þekkir einhvern sem tengist, sjónum eða sjónmennsku á einn eða annan hátt (þ.e. frítt fyrir alla).

Á Iðnaðarsafninu eru til varðveislu fjöldi skipslíkana, siglingatækja og muna úr skipum sem hægt verður að skoða þennan dag.

Opið 10-17 og kaffisopi í boði safnsins.


Hér má sjá heimasíðu Iðnaðarsafnsins.


2.-3. júní - opnun smáforrits um Reykjavíkurhöfn, Minjastofnun Íslands, Faxaflóahafnir og Borgarsögusafn 

Fullveldi100_adalutgafa

Þann 2. júní verður, í tengslum við Hátíð hafsins í Reykjavík, opnað nýtt smáforrit um sögu Reykjavíkurhafnar. Smáforritið mun bjóða upp á tvo möguleika. Annars vegar verður hægt að fara um hafnarsvæði og fá í gegnum forritið upplýsingar um sögu hafnarinnar og þróun hennar á völdum stöðum. Hins vegar verður hluti forritsins byggður upp sem fjársjóðsleit fyrir börn þar sem hægt verður að fara um hafnarsvæðið, svara spurningum, vinna verkefni og safna stigum fyrir. 

Hér má sjá heimasíðu Faxaflóahafna.

Hér má sjá heimasíðu Borgarsögusafns.


4.-8. júlí - Norræn strandmenningarhátíð og árleg Þjóðlagahátíð, Síldarminjasafnið Siglufirði, Vitafélagið, Norrænu strandmenningarfélögin, Þjóðlagahátíð og sveitarfélagið Fjallabyggð

Sildarminjasafn,-ljosmyndari-Bjorn-Valdimarsson

Dagana 4. – 8. júlí 2018 fer fram Norræn Strandmenningarhátíð á Siglufirði. Um er að ræða sjöundu strandmenningarhátíðina en sú fyrsta fór fram á Húsavík árið 2011. Síðan þá hefur hátíðin verið haldin í Danmörku, Svíþjóð, Noregi, Álandseyjum og Færeyjum.

Búist er við fjölda þátttakenda frá Norðurlöndunum sem og Íslandi. Færeyingar hafa boðað komu sína á kútter Jóhönnu auk þess sem þeir hyggjast koma með grindabáta, í þeim tilgangi að sigla þeim og kynna fyrir hátíðargestum. Grænlendingar og Finnar áætla að senda bæði söng- og leiklistarfólk til þátttöku. Norðmenn áforma að sigla ólíkum skipum á hátíðina auk þess sem tónlistar- og handverksfólk hefur boðað komu sína. Unnið er að samstarfi við Svía um uppsetningu sögusýningar um síldveiðar þeirra við Íslandsstrendur og sér í lagi við Siglufjörð. Þá er á dagskrá að kynna ólíkar útfærslur á síldarréttum og bjóða hátíðargestum að bragða á ýmisskonar síld. Vonir eru bundnar við að fjöldi báta og skipa komi sjóleiðis til Siglufjarðar þessa daga, bæði frá Norðurlöndunum og víðs vegar frá Íslandi. Siglfirskar síldarstúlkur munu salta síld á planinu við Róaldsbrakka og stranda þannig vörð um gömlu verkþekkinguna. Þátttaka Íslendinga verður fjölbreytt og má nefna að siglingaklúbbar landsins ætla að halda siglingamót á staðnum þessa daga,  eldsmiðir munu leika listir sínar, handverksfólk vinnur með ull, roð, æðardún, riðar net og fleira, bátasmiðir verða við vinnu og tónlistarfólk kætir lund með söng- og hljóðfæraleik.

Árið 2018 verður sannkallað afmælis- og hátíðarár norður á Siglufirði, en bærinn mun fagna 100 ára kaupstaðarmæli og 200 ára afmæli verslunarréttinda – auk þess sem hátíðin hefur verið valin sem hluti af afmælisdagskrá 100 ára fullveldis Íslands. Strandmenningarhátíðin fer fram í samstarfi Vitafélagsins, Norrænu strandmenningarfélaganna, Síldarminjasafns Íslands, Þjóðlagahátíðar og sveitarfélagsins Fjallabyggðar. Árleg Þjóðlagahátíð fer fram samtímis Strandmenningarhátíðinni en þemað að þessu sinni verður Tónlist við haf og strönd – það er því óhætt að segja að um sannkallaða stórhátíð verði að ræða. 

Hér má sjá heimasíðu Síldarminjasafnsins. 
Hér má sjá upplýsingar um hátíðina á heimasíðu Fjallabyggðar. 
Hér má sjá upplýsingar um hátíðina á heimasíðu Vitafélagsins. 


9. ágúst - Vestfirski fornminjadagurinn, Fornminjafélag Súgandafjarðar

Nánari upplýsingar væntanlegar.


17.-19. ágúst - Strandir, vitnisburður fornleifa og ritaðra heimilda. Málþing um landnám á Ströndum, landnýtingu og nýtingu sjávarauðlinda til forna [vinnuheiti], Fornleifastofnun Íslands ses., Bergsveinn Birgisson rithöfundur, Háskólasafnið í Bergen og Háskólinn í Bergen

Nánari upplýsingar væntanlegar.


Hér má sjá heimasíðu Fornleifastofnunar Íslands ses.


1.-3. október - Menningarminjadagarnir, kortlagning strandminja um land allt, Minjastofnun Íslands

Nánari upplýsingar væntanlegar.


12.-13. október - Ráðstefna um Kötlugosið 1918, Katla Geopark

Nánari upplýsingar væntanlegar.


Hér má sjá heimasíðu Kötlu Geopark. 

1. nóvember - 90 ára afmæli Hvítárbrúarinnar við Ferjukot, sýning, Safnahús Borgarfjarðar

HvitarbruinOpnun sýningar um byggingu Hvítárbrúarinnar í Borgarfirði árið 1928. Sýningarstjóri er Helgi Bjarnason, blaðamaður. Um er að ræða veggspjaldasýningu með ljósmyndum og fróðleik um ýmislegt tengt brúnni. Hvítárbrúin var á sínum tíma mikil samgöngubót og þáttur í breyttu ferðamunstri landans, þ.e. breytingunni sem átti sér stað þegar ferðamáti fólk færðist að mestu af sjó á land. Hvítárbrúin opnaði á sínum tíma dyr innan héraðs og hafði mikil áhrif á atvinnu- og félagslíf héraðsbúa.

Sýningaropnunin verður kl. 20 fimmtudagskvöldið 1. nóvember, á vígsluafmæli brúarinnar, og hefst dagskrá með ávörpum sýningarstjóra, Helga Bjarnasonar, og fulltrúa vegagerðarinnar. Að ávörpum loknum býðst gestum að skoða sýninguna og þiggja veitingar. Sýningin mun standa í um fjóra mánuði.


Hér má sjá heimasíðu Safnahúss Borgarfjarðar. 

9. nóvember - Ráðstefna um menningararf með áherslu á strandmenningu, Minjastofnun Íslands, Listasafn Íslands, Náttúruminjasafn Íslands, Þjóðskjalasafn Íslands, Þjóðminjasafn Íslands og Stofnun Árna Magnússonar

Nánari upplýsingar væntanlegar.


Hér má sjá heimasíðu Listasafns Íslands. 
Hér má sjá heimasíðu Náttúruminjasafns Íslands. 
Hér má sjá heimasíðu Þjóðskjalasafns Íslands. 
Hér má sjá heimasíðu Þjóðminjasafns Íslands. 
Hér má sjá heimasíðu Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.

24. nóvember - opnun sýningarinnar Kirkjur Íslands: Með augum biskups og safnmanna, Þjóðminjasafn Íslands

Nánari upplýsingar væntanlegar.


Um sýninguna á heimasíðu Þjóðminjasafns Íslands. 


24. nóvember - opnun sýningarinnar Kirkjur Íslands: Skrúði og áhöld. Straumar og stefnur, Þjóðminjasafn Íslands

Nánari upplýsingar væntanlegar.


Viðburðir í vinnslu

Listasafn Íslands - vefsýning úr safnkosti
Stofnun Árna Magnússonar - vefsýning úr verkefni um menningarerfðir
Hollvinafélag Húna - siglingar með Húna á tímabilinu júní-ágúst
Síldarminjasafn Íslands - námskeið í bátasmíði og viðgerðum trébáta
Þjóðminjasafn Íslands - kirkjur í húsasafni Þjóðminjasafns Íslands. Leiðsögn um kirkjuhús og gripi
Byggðasafn Dalamanna - viðburður í Dölum og gönguferðir