Minjaslóð - smáforrit

Launch-imageMinjaslóð er smáforrit sem inniheldur bæði Minjaleit og Minjaslóð. Minjaleit er fjársjóðsleit fyrir yngri kynslóðina þar sem unnið er með sögu hafnarsvæðisins í Reykjavík. Minjaslóð inniheldur fimmtán upplýsingapunkta á hafnarsvæðinu í Reykjavík þar sem hægt er að fræðast um höfnina, sögu hennar og hlutverk, s.s. í tengslum við fullveldi og aukið sjálfstæði Íslands. Forritið opnast sjálfkrafa á Minjaslóð en Minjaleit opnast þegar skjárinn er dreginn með fingri frá hægri til vinstri.  Minjaleit hefst við Sjóminjasafnið í Reykjavík og virkar eingöngu á hafnarsvæðinu. Minjaslóð er hægt að opna og skoða bæði á hafnarsvæðinu en einnig heima eða hvar sem er.

Að smáforritinu standa Faxaflóahafnir, Borgarsögusafn Reykjavíkur og Minjastofnun Íslands í tilefni af aldarafmæli fullveldis Íslands og Menningararfsári Evrópu 2018.

Gamlar ljósmyndir koma frá Borgarsögusafni.Fullveldi100_adalutgafa

 Um textagerð í Minjaslóð sá Guðjón Friðriksson, sagnfræðingur.

Þorsteinn Gunnarsson, leikari og arkitekt, les texta bæði í Minjaslóð og Minjaleit.


Allar myndir sem teknar eru í Minjaleit birtast ef smellt er hér .Um aðstandendur smáforritsins:

 

Faxaflóahafnir

Faxaflóahafnir hóf starfsemi sína 1. janúar 2005. Eych2018_logos_yellow_isFyrirtækið rekur hafnir og hafnarþjónustu á Akranesi, Borgarnesi, Grundartanga og Reykjavík. Reykjavíkurhöfn skiptist í tvo hluta; Gömlu höfnina og Sundahöfn.

- Gamla höfnin er aðallega notuð fyrir löndun á sjávarafla, skipaviðgerðir og fyrir smærri farþegaskip.

- Sundahöfn er fjölþætt flutningahöfn og er notuð fyrir stærri farþegaskip.

- Grundartangi er iðnaðarhöfn að öllu leiti.

- Akranes er löndunarhöfn.

http://www.faxafloahafnir.is/


Borgarsögusafn Reykjavíkur – eitt safn á fimm frábærum stöðum

Hlutverk Borgarsögusafns er að safna, skrásetja, varðveita og rannsaka menningaminjar sem eru einkennandi fyrir menningararf borgarinnar og miðla fjölbreyttri sögu borgarinnar á forvitnilegan hátt, vekja fólk til umhugsunar, vera skapandi og skemmtilegt. Sýningarstaðir safnsins eru í Árbæjarsafni, Landnámssýningunni í Aðalstræti, Sjóminjasafninu í Reykjavík, Ljósmyndasafni Reykjavíkur og Viðey, auk þess sem starfsemi safnsins er sýnileg með öðrum hætti, t.d. með sögugöngum, útgáfu og menningarmerkingum í borgarlandinu.

www.borgarsogusafn.is

 

Minjastofnun Íslands

Minjastofnun Íslands hefur yfirumsjón með verndun fornleifa- og byggingararfs á Íslandi. Stofnunin er stjórnsýslustofnun sem heyrir undir mennta- og menningarmálaráðuneytið og annast framkvæmd minjavörslu í samræmi við ákvæði laga um menningarminjar. Minjastofnun Íslands er skipt í fjögur svið: rannsókna- og miðlunarsvið, umhverfis- og skipulagssvið, minjavarðasvið og skrifstofu. Meðal verkefna stofnunarinnar eru leyfisveitingar, umsagnir, eftirlit og ráðgjöf fegna fornminja og byggingararfs, leyfisveitingar vegna útflutnings á gripum sem og umsýsla og úthlutun úr tveimur sjóðum, fornminjasjóði og húsafriðunarsjóði.

www.minjastofnun.is