Hvað eru menningarminjar?

Menningarminjar teljast ummerki um sögu þjóðarinnar, svo sem fornminjar, menningar- og búsetulandslag, sögustaðir, kirkjugripir og minningarmörk, hús og önnur mannvirki, skip og bátar, samgöngutæki, listmunir og nytjahlutir, svo og myndir og aðrar heimildir um menningarsögu þjóðarinnar. Minjastofnun fer með málefni menningarminja, en þó einungis takmarkað í tilfelli gripa (sem eru að mestu leyti á ábyrgð Þjóðminjasafns Íslands), skjala og mynda (sem eru að mestu leyti á ábyrgð Þjóðminjasafns Íslands og/eða Þjóðskjalasafns Íslands).