Hvaða hús eru umsagnarskyld?
Öll hús sem byggð eru 1925 eða fyrr eru umsagnarskyld. Það sama á við um kirkjur reistar 1940 eða fyrr. Umsagnarskylda þýðir að ekki má breyta húsunum, flytja þau eða rífa án umsagnar frá Minjastofnun Íslands. Miðað er við að breytingar séu byggingarleyfisskyldar til að umsagnar sé þörf en gott er að hafa í huga að hægt er að fá ráðgjöf varðandi minniháttar breytingar og lagfæringar hjá Minjastofnun Íslands.