Fæ ég borgað ef ég læt vita af forngripafundi?

Ef gripurinn er úr góðmálmi eða eðalsteinum, eins og til dæmis silfri, gulli eða demöntum, á Þjóðminjasafn Íslands að leggja mat á verðgildi gripsins. Ríkissjóður borgar síðan þeim sem fann gripinn helminginn af upphæðinni og þeim sem á jörðina sem gripurinn fannst á hinn helminginn.

Ekki er greitt fyrir aðra forngripi en þá sem eru úr eðalmálmum eða –steinum auk þess sem eingöngu er greitt fyrir gripi sem finnast á víðavangi. Hafi gripurinn komið upp við rannsókn eða gröft sem vísvitandi fer fram í leit að forngripum (og er þá ólöglegur þar sem leyfi þarf til rannsóknar vegna slíkrar leitar) er ekki greitt fyrir fund hans.

Þótt ekki sé greitt fyrir aðra gripi en þá sem eru úr eðalmálmum- eða steinum er samt nauðsynlegt að hafa samband við Minjastofnun Íslands finni maður forngrip á víðavangi því slíkur fundur getur mögulega vísað fornleifafræðingum á merkilegar fornleifar sem hugsanlega geta veitt nýja þekkingu.