Hvað á að gera ef fornleifar finnast við framkvæmdir?
Ef fornleifarnar/forngripirnir finnast við framkvæmdir skal stöðva vinnu á svæðinu og hafa samband við Minjastofnun Íslands. Stofnunin sendir í kjölfarið starfsmann á staðinn sem metur eðli og umfang fundarins. Í kjölfarið tekur Minjastofnun ákvörðun um næstu skref.