Get ég sótt um styrk til viðgerða á húsinu mínu?

Húsafriðunarsjóður, sem Minjastofnun Íslands sér um, veitir styrki til styrki til viðgerða og endurbóta á friðlýstum og friðuðum húsum og mannvirkjum. Sjóðnum er einnig heimilt að veita styrki til viðhalds annarra mannvirkja sem hafa menningarsögulegt, vísindalegt eða listrænt gildi. 

Sækja skal um styrk á þar til gerðum eyðublöðum á tímabilinu 15. október til 1. desember ár hvert. Umsóknir eru metnar með tilliti til varðveislugildis, t.d. vegna byggingarlistar, menningarsögu, umhverfis, upprunaleika og tæknilegs ástands ásamt gildi hennar fyrir varðveislu byggingararfleifðarinnar.

Reikna má með að úthlutun liggi fyrir um miðjan mars.

Að jafnaði renna styrkir einungis til endurbóta og viðgerða sem dýrari eru en hefðbundið viðhald fasteignar þar sem notuð eru efni og aðferðir sem samrýmast varðveislugildi hússins. Hlutfall styrkupphæðar er (að öllu jöfnu) aldrei hærra en sem nemur 50% af verkkostnaði.

Nánari upplýsingar um húsafriðunarsjóð má finna hér.

 

Ýmis sveitarfélög veita einnig styrki til endurbóta á varðveisluverðum húsum.

Það á t.d. við um Reykjavík og Akureyri, en húseigendur eru hvattir til að kynna sér styrkmöguleika hjá sínu sveitarfélagi.