Get ég sótt um niðurfellingu fasteignagjalda?
Sveitarfélög hafa heimild til að lækka eða fella niður fasteignagjöld af friðlýstum fasteignum og landareignum sem á eru friðlýstar fornleifar. Sótt er slíka ívilnun til sveitarfélaga en hjá Minjastofnun Íslands er unnt að fá gögn sem staðfesta friðlýsingu.
Ákvæði um þetta er að finna í 19. gr. laga um menningarminjar nr. 80/2012.