Eru styrkir úr húsafriðunarsjóð skattskyldir?

Styrkir til einstaklinga úr húsafriðunarsjóði mynda ekki stofn til tekjuskatts. Samkvæmt framtalsleiðbeiningum 2016 frá ríkisskattstjóra skulu einstaklingar færa styrki úr húsafriðunarsjóði í reit 73 á framtalseyðublaði, Aðrar skattfrjálsar greiðslur.