Akureyri
  • 2062

Aðalstræti 44

Elínarbaukur

Byggingarár: 1840.

Breytingar: Skúr byggður við vesturhlið 1920 og hækkaður í tvær hæðir 1928.[1]

Hönnuðir: Ókunnir.

Viðbygging úr timbri og steinsteypu reist við bakhlið hússins 1997.

Hönnuður: Finnur Birgisson arkitekt.[2]

Friðað 1. janúar 1990 samkvæmt aldursákvæði 1. mgr. 36. gr. þjóðminjalaga nr. 88/1989.

 

Elínarbaukur er einlyft timburhús með krossreist þak, 7,56 m að lengd og 5,51 m á breidd, og stendur á steinhlöðnum og steyptum sökkli. Veggir eru klæddir strikuðu listaþili og þak er bárujárnsklætt. Á húsinu eru átta sex rúðu gluggar með miðpósti, tveir á framhlið og þrír á hvorum gafli. Útidyr eru á miðri framhlið hússins og upp af þeim er lítill þakkvistur með skúrþaki. Við bakhlið hússins er einlyft timburviðbygging með brotaþaki og við það að ofanverðu steinsteypt einlyft hús með risþaki.

Á jarðhæð hússins er forstofa og stigi, stofa í suðurenda og eldhús og herbergi í norðurenda. Á loftinu er herbergi í hvorum enda og gangur.[1] Hjörleifur Stefánsson. Akureyri. Fjaran og innbærinn, 90-91. Torfusamtökin 1986. Minjasafnið á Akureyri. Hanna Rósa Sveinsdóttir. Viðtal 1999.

[2] Húsafriðunarnefnd. Skjalasafn. Aðalstræti 44 á Akureyri.