Norðurland vestra
  • 0876

Hofskirkja, Skagaströnd

Byggingarár: 18691870.

Hönnuður: Sigurður Helgason forsmiður frá Auðólfsstöðum.[1]

Breytingar: Í upphafi var steinhlaðinn sökkull undir kirkjunni og þak pappaklætt. Þak var klætt bárujárni 1925, sökkull steyptur 1949 og kirkjan múrhúðuð að utan 1954. Trapisustál var sett á þak 1969 og á árunum 19891995 var múrhúðun brotin af, nýir gluggar smíðaðir og veggir klæddir listaþili.[2]

Friðuð 1. janúar 1990 samkvæmt aldursákvæði 1. mgr. 36. gr. þjóðminjalaga nr. 88/1989.

 

Hofskirkja er timburhús, 10,06 m að lengd og 6,41 m á breidd. Þakið er krossreist og upp af framstafni er trékross. Kirkjan er klædd listaþili, þak trapisustáli og stendur á steinsteyptum sökkli. Á hvorri hlið kirkju eru fjórir póstagluggar með tveimur fjögurra rúða römmum og einn heldur minni er á framstafni. Fyrir kirkjudyrum eru tvöfaldar vængjahurðir, okahurðir utan en spjaldahurðir að innan. Trétröppur með fimm þrepum eru framundan kirkjudyrum.

Inn af dyrum er gangur að kór sem hafinn er yfir kirkjugólf um eitt þrep. Aftursættir þverbekkir eru hvorum megin gangs en veggbekkir í kór að altari. Afþiljað loft á bitum er yfir framkirkju inn að miðglugga og stigi við framgafl norðan megin. Veggir eru klæddir spjaldaþili. Yfir innsta hluta framkirkju og kór er borðaklædd hvelfing.[1] ÞÍ. Biskupsskjalasafn C. V, 159. Bréf 1870. Byggingarreikningur Hofskirkju árið 1869-1870 ásamt fylgiskjölum.

[2] ÞÍ. Skjalasafn prófasta. Húnavatnsprófastsdæmi AA/10. Hof á Skagaströnd: 1870; Guðmundur L. Hafsteinsson. Kirkjur Íslands 8. Hofskirkja á Skagaströnd, 136-146. Reykjavík 2006.