Norðurland eystra
  • 0203

Urðakirkja

Svarfaðardalur

Byggingarár: 1902.

Hönnuður: Gísli Jónsson forsmiður frá Hofi.[1]

Friðuð 1. janúar 1990 samkvæmt aldursákvæði 1. mgr. 36. gr. þjóðminjalaga nr. 88/1989.

 

Urðarkirkja er timburhús, 9,53 m að lengd og 6,40 m á breidd, með forkirkju í stöpli við vesturstafn, 2,52 m að lengd og 2,65 m á breidd. Risþök eru á kirkju og stöpli klædd bárujárni. Kirkjan er klædd strikaðri vatnsklæðningu, hornborðum með súluhöfðum og hvelfdu kverkborði undir þakskeggi og stendur á steinhlöðnum sökkli. Á hvorri hlið kirkju eru þrír gluggar. Í þeim er krosspóstur og rammar með sex rúðum og um þá faldar og vatnsbretti með kröppum undir. Einn gluggi sömu gerðar er á framstafni stöpuls og yfir honum bjór. Tveir litlir gluggar eru á framstafni kirkju hvorum megin stöpuls og í þeim rammi með krossrima og fjórum rúðum. Fyrir kirkjudyrum eru vængjahurðir og bjór yfir.

Í forkirkju er stigi upp á setuloft og setsvalir og spjaldsett hurð að framkirkju. Inn af þeim er gangur og þverbekkir hvorum megin hans. Bekkir eru með veggjum í kór og langbekkir á setsvölum sem ná inn fyrir miðglugga kirkju. Fjórar áttstrendar stoðir eru undir frambrúnum setsvala. Veggir kirkju eru klæddir strikuðum panelborðum og strikasylla er efst á veggjum undir borðaklæddri hvelfingu kirkjustafna á milli.   


[1] Magnús Skúlason. Kirkjur Íslands 9. Urðarkirkja, 312-322. Reykjavík 2007.