Norðurland eystra
  • 0184

Ljósavatnskirkja

Ljósavatnshreppur, S-Þingeyjarsýslu

Byggingarár: 1891–1892.

Hönnuður: Björn Jóhannsson smiður og bóndi á Ljósavatni.[1]

Friðuð 1. janúar 1990 samkvæmt aldursákvæði 1. mgr. 36. gr. þjóðminjalaga nr. 88/1989.

 

Ljósavatnskirkja er timburhús, 9,52 m að lengd og 6,29 m á breidd. Risþak lagt bárujárni er á kirkjunni.  Kirkjan er klædd plægðri vatnsklæðningu og stendur á steinsteyptum sökkli. Strikað kverkband er efst á veggjum undir þakskeggi og er leitt út á súluhöfð efst á hornborðum. Á hvorri hlið kirkju eru þrír smárúðóttir gluggar og einn heldur minni á framstafni. Yfir gluggum er vatnsbretti stutt kröppum. Fyrir kirkjudyrum eru spjaldsettar vængjahurðir.

Inn af dyrum er gangur og þverbekkir hvorum megin hans en veggbekkir og langbekkur í kór. Setuloft á bitum er yfir fremsta hluta framkirkju. Undir frambrún þess eru tvær súlur og stigi í norðvesturhorni. Veggir kirkju eru klæddir strikuðum panelborðum. Efst á þeim er strikasylla uppi undir plötuklæddri lágbogahvelfingu.[1] Guðni Halldórsson. Bréf til höfundar 1999; Þór Magnússon. Kirkjur Íslands 7. Kirkjuhvammskirkja, 177. Reykjavík 2006.