Stefánskirkja, Sauðanesi
Langanesi, N-Þingeyjarsýslu
Byggingarár: Reist sem kirkja, Stefánskirkja, árið 1848.
Hönnuður: Jón Benjamínsson forsmiður.
Athugasemd: Afhelguð 1889 og flutt skömmu síðar upp á bæjarhólinn og notuð um tíma sem fundarsalur hreppsnefndar og dúnhús. Flutt austarlega á bæjarhólinn um 1920 og notað sem hlaða, hesthús og fjárhús.[1]
Hönnuðir: Ókunnir.
Húsið var tekið niður árið 2000 til viðgerðar og hefur ekki verið reist aftur.[2]
Friðuð 1. janúar 1990 samkvæmt aldursákvæði 1. mgr. 36. gr. þjóðminjalaga nr. 88/1989.
[1] Guðni Halldórsson. Viðtal 2000 við GLH.
[2] Húsafriðunarnefnd. Skjalasafn. Stefánskirkja á Sauðanesi.