Reykjanes

Duusgata 4, Bíósalur, Keflavík

Reykjanesbær

Byggingarár: 1890 

Byggingarefni: Timbur 

Friðlýsing:

Friðlýst af forsætisráðherra 14. júní 2016 með vísan til 3. mgr. 18. gr. laga nr. 80/2012 um menningarminjar. Friðlýsingin nær til ytra borðs hússins og upprunalegra innviða þess.


Húsið var byggt 1890 af H.P. Duus kaupmanni. Það er einlyft bindingshús með mænisþaki, sambyggt Duusgötu 2. Það var í upphafi port sem síðar var byggt yfir og notað sem salthús. Árið 1927 innréttaði Elinmundur Ólafsson húsið fyrir kvikmyndasýningar. Það gengdi því hlutverki í 2-3 ár. Eftir það var húsið notað til fiskverkunar. Árið 2006 var húsið endurbyggt sem fjölnota menningarsalur og er hluti af Duushúsum, menningar- og listamiðstöð Reykjanesbæjar.


Duushus, Keflavík

Mynd: Bryggjuhúsið er ljósa húsið hægra megin á myndinni. Lága húsið vinstra megin við það er bíósalurinn.