Reykjanes

Duusgata 5, Gamla búð, Keflavík

Reykjanesbær

Byggingarár: 1870 Duusgata 5, Keflavík

Byggingarefni: Timbur 

Friðlýsing: 

Friðlýst af forsætisráðherra 14. júní 2016 með vísan til 3. mgr. 18. gr. laga nr. 80/2012 um menningarminjar. Friðlýsingin nær til ytra borðs hússins og upprunalegra innviða þess.

 

Gamla búð er stakstætt bindingshús, kjallari, hæð og portbyggt ris. Það stendur á opnu svæði sunnan við Duus hús. Gamla búð var byggð árið 1870 af Hans Peter Duus og var þar m.a. rekin verslun á neðri hæð en kaupmaðurinn bjó á efri hæðinni. Húsið er einkum merkilegt fyrir þær sakir að það hefur haldist að mestu óbreytt frá fyrstu tíð. Grunnflötur hússins er ca. 80 m2, tvær hæðir og lítill kjallari. Hugmyndir um framtíðarnotkun hússins tengjast menningarlífi bæjarins. Húsið skemmdist í eldsvoða á 7. áratug 20. aldar. Áform voru um að endurbyggja og byggja við. Þau áform náðu ekki lengra en að byggja undirstöður og kjallara fyrir viðbyggingu. Innanhúss hefur ekki verið gert við eftir brunann.