Reykjavík
  • Bergstaðastræti 70, Reykjavík

Bergstaðastræti 70

Byggingarár: 1959

Höfundar: Skarphéðinn Jóhannsson arkitekt og Hjalti Geir Kristjánsson sá um innanhússhönnun

Byggingarefni: Steinsteypa

Friðlýsing:

Friðlýst af forsætisráðherra 10. nóvember 2014 með vísan til 3. mgr. 18. gr. laga nr. 80/2012 um menningarminjar í tilefni þess að árið 2014 voru liðin 100 ár frá fæðingu Skarphéðins Jóhannssonar arkiteks. Friðlýsingin tekur til ytra borðs hússins.


Á undanförnum árum hafa yfirvöld minjavörslu beitt sér fyrir friðlýsingu merkra 20. aldar bygginga og hefur í því sambandi valið íbúðarhús eftir merka arkitekta frá eftirstríðsárunum sem telja má sértaklega góð og vel varðveitt dæmi um verk þeirra. Íbúðarhúsið við Bergstaðastræti 70 var teiknað á árunum 1957-58 af Skarphéðni Jóhannssyni arkitekt fyrir Hjalta Geir Kristjánsson og Sigríði Th. Erlendsdóttur. Auk þess að vera gott dæmi um byggingarlist Skarphéðins og vel varðveitt hús, utan sem innan, hefur Bergstaðastræti 70 sérstakt gildi sem nútímalegt hús frá 6. áratugnum sem hannað er á farsælan hátt í klassíska, reykvíska götumynd og er sem slíkt gott dæmi um hvernig fella má nýtt að gömlu. Einkennandi í útliti þess eru skýrt afmarkaðir glugga-, efnis- og litafletir sem mynda samstillda heild. Jafnframt er hvert atriði í útliti hússins jafnframt þaulhugsað út frá innra skipulagi og notagildi hvers herbergis.