Reykjavík
  • Alliance

Grandagarður 2, Alliance

Friðun

Friðað af menntamálaráðherra 3. febrúar 2010 með vísan til 1. mgr. 4. gr. laga um húsafriðun, nr. 104/2001. Friðun nær til ytra borðs aðalhúss, byggingarár 1924-1925.

Byggingarefni

Steinsteypuhús.

 

Húsið var byggt á árunum 1924 til 1925 eftir teikningum Guðmundar H. Þorlákssonar húsameistara og er talið hafa mikið byggingarlistarlegt gildi sem dæmi um glæsilegt höfundarverk hans.  

Alliance-húsið er í góðum hlutföllum, tvær sambyggðar álmur með inndreginni millibyggingu, sem eru í gullinsniði hvor við aðra hvað breiddina varðar. Húsið er ekki ofhlaðið skrauti, enda atvinnuhúsnæði, en með markvissri og fagurri gluggasetningu sem sniðin er af upphaflegri notkun þess. Einfalt útlit þess getur því vel talist vitnisburður um góða byggingarlist.

Húsið var byggt sem saltverkunarhús og hefur mikið menningarsögulegt gildi sem vitnisburður um þá atvinnustarfsemi er eitt sinn einkenndi gamla Vesturbæinn. Það er lítið breytt frá upprunalegri gerð og hefur mikið gildi fyrir umhverfi sitt á hafnarsvæðinu.