Reykjavík
  • 604

Laugavegur 64

Byggingarár: 1908

Friðun

Friðað af mennta- og menningarmálaráðherra 19. apríl 2011, með vísan til 1. mgr. 4. gr. laga um húsafriðun, nr. 104/2001. Friðun nær til ytra byrðis hússins.

Byggingarefni

Timburhús.

 

Ætíð hefur verið verslun á jarðhæð þessa virðulega húss, sem í upphafi skartaði næpu efst á turninum. Fyrsti eigandi hússins var Jóhannes Kr. Jóhannesson. Árið 1916 stofnaði Gunnar Þórðarson nýlendu- og matvöruverslun sem nefndist Vöggur og var húsið lengi kennt við hana, þó hún hefði aðeins verið í húsinu til ársins 1926, en þá hóf nafni hans Gunnar Jónsson verslunarrekstur í húsinu.

 

Heimildir:

Guðjón Friðriksson (1994). Saga Reykjavíkur. Bærinn vaknar 1870-1940. Síðari hluti. Reykjavík: Iðunn.

Nikulás Úlfar Másson og Margrét Jónasdóttir (1993). Byggingasaga. Stgr. 1.174.2. Skýrslur Árbæjarsafns XXVI. Reykjavík: Árbæjarsafn.