Reykjavík
  • Laugavegur 44

Laugavegur 44

Byggingarár: 1908

Friðun

Friðað af mennta- og menningarmálaráðherra 18. ágúst 2011 með vísan til 1. mgr. 4. gr. laga um húsafriðun, nr. 104/2001.  Friðunin nær til ytra byrðis hússins.

Byggingarefni

Timbur.

 

Fyrsti eigandi hússins var Þorsteinn Egilsson kaupmaður. Húsið var byggt af metnaði og er góður fulltrúi fyrir íslenska timburhúsagerð þegar hún var með sem mestum blóma í byrjun 20. aldar. Allmikið skraut var upphaflega á húsinu, en sumt af því hefur nú verið fjarlægt. Fljótlega eftir byggingu hússins var það lengt um rúma 6 m til austurs, settir á það kvistir og svalir. Síðar voru gluggar verslunar á jarðhæð stækkaðir.

 

Heimild:

Nikulás Úlfar Másson og Helga Maureen Gylfadóttir (2001). Húsakönnun. Laugavegsreitir – miðsvæði. Skýrsla Árbæjarsafns nr. 86 Reykjavík: Árbæjarsafn.