Reykjavík
  • Laugavegur 21

Laugavegur 21

Byggingarár: 1884

Friðun

Friðað af mennta- og menningarmálaráðherra 6. október 2011 með vísan til 1. mgr. 4. gr. laga um húsafriðun, nr. 104/2001.  Friðunin nær til ytra byrðis hússins.

Byggingarefni

Timbur.

 

Magnús Pálsson múrari lét byggja húsið, en yfirsmiður við byggingu þess var Ole Johan Haldorsen en hann var jafnan kallaður Óli norski. Húsið var einlyft, byggt af bindingi sem múrað var í með múrsteini. Árið eftir að Óli flutti í húsið 1894 stækkaði hann og hækkaði húsið og það fékk á sig þá mynd sem haldist hefur síðan. Í húsinu stundaði Óli vagnasmíði. Hann gerði brunn í kjallara hússins og notaði til leskja í honum kalk, sem notað var í steinlímsgerð. Húsið var í eigu afkomenda þeirra Óla norska og Else konu hans fram á áttunda áratug síðustu aldar. Meðal annars opnaði sonarsonur þeirra, Þorlákur R. Haldorsen, eitt af fyrstu listagalleríum landsins í húsinu árið 1964. Margvísleg önnur starfsemi hefur farið fram í húsinu, skósmíði, söðlasmíði, þar var rekið sláturhús, klæðskerar stunduðu þar iðn sína og þar hafa verið verslanir af ýmsu tagi og veitingasala.

Heimild:

Freyja Jónsdóttir (2002, 23. apríl). Laugavegur 21. Morgunblaðið, bls. 44 C.

 

Sjá á loftmynd.