Reykjavík

Bergstaðastræti 21

Picture1-copyByggingarár: 1896

Friðun

Friðað af mennta- og menningarmálaráðherra 24. nóvember 2011, með vísan til 1. mgr. 4. gr. laga um húsafriðun, nr. 104/2001. Friðun nær til ytra byrðis hússins.

 

Jóhann T. Eyjólfsson byggði húsið árið 1896 og var húsið virt þann 14. október það ár. Húsið er hlaðið úr grásteini. Inngönguskúr úr bindingi var byggður við austurhlið hússins. Hann var fyrst virtur árið 1930, en leyfi var þó veitt fyrir honum þegar húsið var byggt. Sama ár var einnig virtur geymsluskúr sem var byggður upp við inngönguskúrinn. Í þeirri virðingu var einnig tekið fram að húsið sé múrsléttað með mansardþaki. Árið 1934 var virtur nýr inngönguskúr úr bindingi og sá eldri rifinn. Þá var suðurendi aðalhæðarinnar einnig endurbættur til muna.
Árið 1897 var byggt útihús á lóðinni sem fylgdi með í virðingum fram til ársins 1919 er það var flutt á sérstakt brunavirðinganúmer. Þetta hús er númer 21b við Bergstaðastræti í dag.

 

Heimild:

Húsaskrá Minjasafns Reykjavíkur.

 

Sjá á loftmynd.