Reykjavík
  • Bræðraborgarstígur 19

Bræðraborgarstígur 19

Miðdalur

Byggingarár: 1896

Friðun

Friðað af mennta- og menningarmálaráðherra 18. júní 2012, með vísan til 1. mgr. 4. gr. laga um húsafriðun, nr. 104/2001. Friðunin nær til ytra byrðis hússins.

Byggingarefni

Steinhlaðið hús


Í gögnum Minjasafns Reykjavíkur - Árbæjarsafns segir m.a. um hús þetta:

Steinbæ þennan, sem nefndur er Miðdalur, byggði einn af vatnsberum bæjarins, Jón Guðmundsson í Ofanleiti, sem uppnefndur var Jón smali. Bærinn var fyrst virtur árið 1896 og er þá sagður byggður með steinveggjum og timburgafli járnklæddum að sunnanverðu en timburstafni járnklæddum að norðan. Þessi steinbær er með þeim stærri sem reistur voru í Reykjavík á árunum 1880-1905. Húsið er bæði í stærra lagi að grunnfleti og einnig er það með mansardþaki sem gerir það að verkum að rishæðin nýtist betur en ella. Það er einnig athyglisvert að upphaflega voru fimm eldavélar í húsinu, þar af fjórar á efri hæðinni. Það er því sennilegast að þau herbergi hafi öll verið leigð út sérstaklega. Þetta var algengt sambýlisform í Reykjavík á fyrstu áratugum aldarinnar.