Reykjavík
  • Drafnarstígur 5

Drafnarstígur 5

Byggingarár

1898

Byggingarefni

Steinbær

Friðun

Friðað af mennta- og menningarmálaráðherra 22. október 2012, með vísan til 1. mgr. 4. gr. laga um húsafriðun, nr. 104/2001. Friðun nær til ytra byrðis hússins.


Við Drafnarstíg standa nú tveir sambyggðir steinbæir sem ýmist hafa verð kallaðir Brekkuholt a og b eða Norðurbær og Suðurbær. Nú eru þessi hús skráð sem Drafnarstígur 5, sem er nyrðra húsið, og Drafnarstígur 5a, sem er áfast sunnan við nyrðra húsið.

Syðri bærinn er talinn byggður 1876, en Drafnarstígur 5 er talinn byggður af Þórði Magnússyni árið 1898. Nýi bærinn er sagður með steinveggjum og timburgöflum klæddum pappa og með járnþaki. Í honum eru þrjú herbergi og undir honum öllum kjallari. Húsið var í eigu afkomenda Þórðar allt til ársins 1973.


Heimild:

Húsaskrá Minjasafns Reykjavíkur.