Reykjavík
  • Nýlendugata 9

Nýlendugata 9

Norðurbær Hlíðarhúsa

Byggingarár

1898

Byggingarefni

Steinbær

Friðun

Friðað af mennta- og menningarmálaráðherra 31. desember 2012, með vísan til 1. mgr. 4. gr. laga um húsafriðun, nr. 104/2001. Friðunin nær til ytra byrðis hússins.


Saga Hlíðarhúsa er löng og hefur verið talið að Hlíðarhús hafi upphaflega verið hjáleiga eða jafnvel fjárhús hins forna höfuðbóls Víkur, en um 1600 eru Hlíðarhús orðin sjálfstæð jörð. Margbýlt var í Hlíðarhúsum á seinni hluta 19. aldar og var eitt býlið nefnt Norðurbær og hefur því húsið sem nú stendur við Nýlendugötu 9, en áður talið standa við Ægisgötu, verið nefnt Norðurbær Hlíðarhúsa, en þess má geta að Vesturgata var áður nefnd Hlíðarhúsastígur.

Norðurbær var byggður árið 1898 upp úr torfbæ sem stóð þar áður. Norðurveggur hússins sem nú stendur er veggur úr því húsi og var upphaflega hlaðinn 1883. Eldhús sem einnig fylgdi

gamla bænum var látið halda sér og var þiljaður inngangur milli þess og nýja hússins. Gamla eldhúsið var rifið 1973 og geymsluskúr byggður í stað þess. Þó að einungis annar hliðarveggja Norðurbæjar sé hlaðinn, telst húsið til steinbæja

 

 

Heimildir:

Minjasafn Reykjavíkur. Húsaskrá.

Páll Líndal (1991). Reykjavík. Sögustaður við Sund. Reykjavík: Örn og Örlygur.


Sjá á loftmynd.