Reykjavík

Vesturgata 57

Félagshús

Byggingarár

1882. Viðbygging við suðvesturhlið hússins árið 1920 og þá var einnig byggður kvistur á götuhlið hússins.

Byggingarefni

Steinhlaðið hús.

Friðun

Friðuð af mennta- og menningarmálaráðherra 31. desember 2012, með vísan til 1. mgr. 4. gr. laga um húsafriðun, nr. 104/2001. Friðunin nær til ytra byrðis hússins sem byggt var árið 1882 og seinni tíma viðbygginga.


Jónas Ólafsson byggði Félagshús á lóð Selsbæjarins árið 1882. Hliðar hússins eru hlaðnar úr grásteini en gaflarnir eru úr bindingi. Þegar húsið var fyrst virt árið 1907 vor gaflar klæddir með plægðum borðum, pappa og járni og járn var á þaki. Þá voru tvö íbúðarherbergi, eldhús, gangur og fastur skápur á neðri hæð. Allt var þiljað að innan og herbergin voru með striga og pappa á veggjum og loftum sem var málaður. Uppi voru tvö þiljuð íbúðarherbergi, einn ofn og eldavél. Þá var búið að byggja inngönguskúr við hlið hússins. Þegar búið var að byggja kvistinn á götuhlið hússins árið 1920 fengust þrjú herbergi í risi. Þremur árum síðar var byggður geymsluskúr á lóðinni og þar var jafnframt þvottahús. Þar fengu  nágrannar og fleiri að þvo þvotta sína og var því oft margt um manninn og glatt á hjalla.


Heimildir:

Freyja Jónsdóttir (1995, 3. nóvember). Húsin í bænum – Vesturgata 57. Tíminn, bls. 6.

Minjasafn Reykjavíkur. Húsaskrá.


Sjá loftmynd