Reykjavík
  • Vesturgata 50

Vesturgata 50

Götuhús

Byggingarár

1895

Byggingarefni

Steinhlaðið hús

Friðun

Friðuð af mennta- og menningarmálaráðherra 31. desember 2012, með vísan til 1. mgr. 4. gr. laga um húsafriðun, nr. 104/2001. Friðunin nær til ytra byrðis hússins.


Steinhlaðna húsið að Vesturgötu 50 ber nafnið Götuhús. Húsið byggði Pétur Þórðarson skipstjóri og síðar hafnsögumaður árið 1895 úr steini, með timburbindingsgöflum. Árið 1905 lengdi Pétur húsið til vesturs með viðbyggingu úr bindingi. Þar var starfrækt mjólkurbúð um skeið, en sú viðbygging hefur verið rifin.


Heimild:

Minjasafn Reykjavíkur. Húsaskrá.


Sjá loftmynd