Reykjavík
  • Vesturgata 61

Vesturgata 61

Jórunnarsel og Litlasel

Byggingarár

1881 og 1889

Byggingarefni

Timburhús og steinbær

Friðun

Friðuð af mennta- og menningarmálaráðherra 31. desember 2012, með vísan til 1. mgr. 4. gr. laga um húsafriðun, nr. 104/2001. Friðunin nær til ytra byrðis Jórunnarsel sem reist var 1881 og Litlasels sem byggt var 1889.


Á lóðinni númer 61 við Vesturgötu standa í raun tvö samföst hús, Jórunnarsel og Litlasel. Jórunnarsel, sem stendur innar á lóðinni, var byggt árið 1881 af Magnúsi Pálssyni tómthúsmanni. Það er einlyft íbúðarhús úr timburbindingi múruðum með múrsteini að 2/3 hlutum. Litlasel er steinbær byggður 1889 af Guðmundi Kristni Ólafssyni skipstjóra. Hliðarveggir hússins eru úr hlöðnum og steinlímdum grásteini. Síðan húsin voru byggð hefur verið byggt við þau, settir á þau kvistir og gluggum breytt.

 

Jórunnarsel og Litlasel voru hluti bæjanna sem tilheyrðu Selsjörðinni, en nafnið bendir til að þar hafi upphaflega veið selstaða frá Vík.

 

Heimildir:

Minjasafn Reykjavíkur. Húsaskrá.

Páll Líndal (1991). Reykjavík. Sögustaður við Sund. Reykjavík: Örn og Örlygur.


Sjá loftmynd