Suðurland
  • Stóri-Núpur, íbúðarhús sr. Valdimars Briem

Stóri-Núpur, Gnúpverjahreppi

Íbúðarhús sr. Valdimars Briem

Byggingarár: 1896

Friðlýsing

Friðlýst af forsætisráðherra 3. mars 2014 samkvæmt 3. mgr.  18. gr. laga um menningarminjar nr. 80/2012. Friðlýsingin tekur til ytra borðs og innréttinga sem varðveist hafa í húsinu.

Byggingarefni

Timburhús.

Gamla íbúðarhúsið á Stóra–Núpi stendur á áberandi stað við hlið Stóra-Núpskirkju, einnar merkustu timburkirkju landsins í listrænu tilliti. Saman mynda þessi tvö hús sterka og einkennandi staðarmynd. Íbúðarhúsið er stórt og veglegt timburhús með brotaþaki. Stóra-Núpshúsið er mögulega eina timburhús þessarar gerðar frá 19. öld sem enn stendur í sunnlenskri sveit. 

Húsið lét presturinn og sálmaskáldið sr. Valdimar Briem reisa í stað torfbæjarins sem hrundi í jarðskjálfta 1896. Talið er að Tryggvi Gunnarsson bankastjóri og alþingismaður hafi haft milligöngu um að panta húsið tilsniðið að utan og jafnvel teiknað það eða sagt fyrir um gerð þess, en Kristinn Jónsson vagnasmiður hafi séð um smíði þess.

Heimildir:  Ýmis gögn í gagnasafni Minjastofnunar Íslands.


Sjá á loftmynd.