Suðurland
  • 0279

Tungufellskirkja

Hrunamannahreppur, Árnessýslu

Byggingarár: 1856-1857.

Hönnuður: Sigfús Guðmundsson forsmiður frá Skúmsstöðum á Eyrarbakka.[1]

Breytingar: Í öndverðu var þak klætt listasúð og veggir listaþili. Þak var klætt bárujárni 1891 en veggir í áföngum á árunum 1891-1915. Veggir klæddir listaþili að nýju 1992-1995.

Í vörslu Þjóðminjasafns Íslands frá 1987.[2]

Friðuð 1. janúar 1990 samkvæmt aldursákvæði 1. mgr. 36. gr. þjóðminjalaga nr. 88/1989.

 

Tungufellskirkja er timburhús, 6,73 m að lengd og 3,46 m á breidd. Þak er krossreist og klætt bárujárni en veggir listaþili og kirkjan stendur á steinhlöðnum sökkli. Á hvorri hlið kirkju eru þrír póstagluggar með þriggja rúðu römmum en gluggi með fjögurra rúðu ramma á framstafni. Fyrir kirkjudyrum er okahurð.

Inn af kirkjudyrum er gangur og bekkir hvorum megin hans. Kórþil er í baki innstu bekkja og í kórdyrum eru ferstrendir kórstafir með hnetti efst. Veggbekkir eru umhverfis í kór að altari. Veggir eru klæddir reitaþiljum. Yfir framkirkju í fremri hluta kirkjunnar er afþiljað loft á bitum og stigi í norðvesturhorni en reitaskipt hvelfing yfir kór í innri hlutanum.[1] ÞÍ. Reykjadalur AA/4. Byggingarreikningur Tungufellskirkju 1856-1857.

[2] ÞÍ. Reykjadalur AA/4. 1892; Þjms. Kirkjustóll Tungufellskirkju 1903 og 1928; Þjms. Skjalasafn. Ársskýrslur húsverndardeildar 1992-1995; Guðrún Harðardóttir. Kirkjur Íslands 1. Tungufellskirkja, 110-124. Reykjavík 2001.