Vestfirðir
  • 0575

Ögurstofa

Byggðasafn Vestfjarða á Ísafirði

Byggingarár: Um miðja 18. öld í Ögri við Ísafjarðardjúp.

Hönnuður: Ókunnur.

Athugasemd: Í Ögri var stofan notuð sem gestastofa og þingstofa.

Breytingar: Tekin niður 1960 og endurreist að hluta í Byggðasafninu 1961.[1]

Friðuð 1. janúar 1990 samkvæmt aldursákvæði 1. mgr. 36. gr. þjóðminjalaga nr. 88/1989.

 

Ögurstofa er timburhús, 4,50 m að lengd og 2,96 m á breidd að innanmáli. Að stofunni eru dyr nærri innri gafli en á framgafli eru tveir gluggar með miðpósti og tveimur þriggja rúðu römmum. Slagþil er slegið utan á tvær hliðar. Gólf er klætt mjóum plægðum borðum, veggir klæddir listuðum standþiljum og yfir stofunni er loft á bitum strikuðum á brúnum.


[1] Hörður Ágústsson. Íslensk byggingararfleifð II. Varðveisluannáll 1863-1990, 280. Reykjavík 2000.