Vestfirðir
  • 1860

Selárdalskirkja

Selárdalur, Arnarfirði

Byggingarár: 1861–1862.[1]

Breytingar: Þakturn reistur 1891–1892.[2]

Hönnuðir: Ókunnir.

Friðuð 1. janúar 1990 samkvæmt aldursákvæði 1. mgr. 36. gr. þjóðminjalaga nr. 88/1989.

 

Selárdalskirkja er timburhús, 11,18 m að lengd og 5,46 m á breidd. Þakið er krossreist og upp af vesturstafni er ferstrendur turn með risþaki. Kirkjan er bárujárnsklædd og stendur á steinsteyptum sökkli. Á hvorri hlið hennar eru þrír gluggar með sex rúðum og annar sjónarmun minni á framstafni en lítill gluggi á framhlið turns. Fyrir kirkjudyrum eru tvöfaldar vængjahurðir.

Inn af kirkjudyrum er gangur og þverbekkir með klæddum bökum hvorum megin hans en veggbekkir í kór. Afþiljað loft á bitum er yfir framkirkju og stigi við framgafl norðan megin. Tvær stoðir eru undir fremsta bita. Veggir eru klæddir spjaldaþili en plötur eru milli syllna. Yfir kór er reitaskipt plötuklædd hvelfing og strikasylla undir.


[1] ÞÍ. Biskupsskjalasafn C, V. 129. Bréf 1862. Skýrsla um ástand og efnahag kirknanna í Barðastrandarprófastsdæmi fyrir árið 1861; Skjalasafn prófasta. Barðastrandarprófastsdæmi AA/5. Selársdalskirkja 1862.

[2] ÞÍ. Skjalasafn prófasta. Barðastrandarprófastsdæmi AA/7. Selárdalskirkja 1892.